Færslan er unnin í samstarfi við Giorgio Armani á Íslandi og vörurnar voru fengnar að gjöf.

Leitin að hinu fullkomna spariilmvatni hefur staðið yfir í talsverðan tíma, en nýlega fann ég ilmvatn sem ég féll algjörlega fyrir. Sì Eau De Toilette frá Giorgio Armani er ilmur sem var gefinn út árið 2015, en Cate Blanchett er andlit hans sem og hinna ilmvatnanna úr Sì línunni. Ilmurinn er talsvert léttari en sá upprunalegi, en hann inniheldur blómatóna og er unglegur, rómantískur og frísklegur. Ég er gjörsamlega ástfangin af þessari lykt og hún passar mér fullkomlega.

Toppnóturnar eru blanda af „Neo Jungle Essence,“ sólberjum, ítölskum bergamot, mandarin og neroli olíu, á meðan hjartanóturnar eru freelia og maírós. Grunnóturnar binda svo ilminn saman en þær innihalda örlítið af musk, amber wood, vanillu og patchouli. Yndislega mild og góð blanda.

unnamed-10unnamed-9

Það sem setti toppinn yfir i-ið var að ég fékk einnig að færa kærastanum mínum nýjasta ilminn úr smiðju Giorgio Armani; Armani Code Profumo. Hann hefur notað hann nánast daglega síðan, en hann er mikill smekkmaður á alla ilmi. Chris Pine er andlit Profumo, sem er kraftmikill, þægilegur og klassískur. Hann inniheldur meðal annars leður, kjarna úr grænu mandarin, benzoin, tonka baun, kardimommu í toppnótum og woody amber. 

unnamed-8

Þar sem að við parið erum ótrúlega ánægð með nýju ilmvötnin okkar, langar mig mikið að gleðja lesendur Pigment með veglegum gjöfum frá Giorgio Armani á Íslandi. Ég hvet ykkur því til að fylgjast vel með Facebook síðu okkar á næstunni en þar ætlum við að fara af stað með skemmtilegan gjafaleik!

HÉR getið þið fengið fleiri upplýsingar um Giorgio Armani ilmvötnin og fengið allskonar tilkynningar beint í æð.

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is