Færslan er ekki kostuð. Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf en aðrar keypti ég mér sjálf.

Var ekki löngu kominn tími á „topp“ færslu á blogginu? Júní var mjög góður mánuður hvað varðar snyrtivörufíkilinn mig og komust nokkrar vörur á listann minn að þessu sinni yfir algjör uppáhöld- þó ég hafi reyndar viljað setja um 30 vörur þar!

Hér eru þær sem stóðu helst upp úr:

Untitled

  1. Brow Wiz – Anastasia Beverly Hills. Ein besta augnbrúnavara sem ég hef prófað. Mótar augabrúnirnar fullkomlega á skömmum tíma og auðvelt að vera nákvæmur með oddinum, sem er mjór skrúfblýantur.
  2. Matte Lipstick í litnum Whirl – MAC. Uppáhalds uppáhalds liturinn minn þessa stundina! Brúnleitur, mattur og ekki of dökkur.
  3. Nordic Skin Peel – SKYN Iceland. Þessi vara er algjört must have hjá mér! Þunnar skífur sem innihalda ávaxtasýrur og losa húðina við dauðar húðfrumur og koma algjöru jafnvægi á hana.
  4. Touche Éclat Le Teint – YSL. Nota þennan farða mest af öllum þessa stundina. Léttur, náttúrulegur en þekur samt allt sem hann þarf að þekja og veitir góðan ljóma. *
  5. Baked Blush í litnum Berry Amore – MILANI. Hef notað þennan kinnali á hverjum degi síðan ég fékk hann. Veitir fallegan lit, ljóma og er þyngdarlaus á húðinni. *
  6. Self Tan Luxe Facial Oil – St. Tropez. Nota þessa vöru 2-3 í viku á kvöldin eftir hreinsun, til að halda við frísklegum lit á andliti, hálsi og bringu. Bjargar mér alveg þar sem að ég tek náttúrulega lítinn lit og er frekar föl. *
  7. Radiance Boost Mask – BOBBI BROWN. Uppáhalds maskinn minn í augnablikinu! Kornamaski sem maður hefur á húðinni í þrjár til fimm mínútuur og hreinsar svo af með því að nudda húðina með vatni. Maður verður ótrúlega mjúkur í framan af þessum. *
  8. Therapy Rejuvinating Oil Mist – Nota þetta á hverjum degi í hárið mitt. Létt olíusprey sem veitir fallegan glans og mýkir upp hárið. *

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is