Færslan er ekki kostuð 

Nú í gær byrjuðu Tax Free dagar í verslunum Hagkaups þar sem hægt er að næla sér í fallegar snyrtivörur á lægra verði. Fyrir þær sem vita bara ekkert hvað þær eiga að kaupa sér en vantar hugmyndir smíðaði ég saman þennan lista. Þar eru bæði vörur sem ég hef prófað sjálf og hef góða reynslu af ásamt vörum sem ég væri mikið til í að festa sjálf kaup á – og geri jafnvel um helgina!

Endilega kíkið yfir færsluna og fáið innblástur að einhverju sem ykkur gæti vantað – eða þótt gaman að eiga.

Untitled

 1. Clinique – Deep Comfort Body Lotion. Það er „must have“ að eiga gott og nærandi body lotion!
 2. Real Techniques – Tapered Shadow Brush. Mig langar ótrúlega að bæta þessum í safnið mitt frá RT.
 3. Yves Saint Laurent – Bronzing Stone. Eitt af bestu sólarpúðrum sem ég hef prófað.
 4. Estée Lauder – Advanced Night Repair. Kaupi þetta serum reglulega – enda alveg ótrúlega gott og endurnýjar húðina.
 5. Blue Lagoon – Silica Foot & Leg Lotion. Mig fer að vanta nýtt fótakrem og hef heyrt að þetta frá Blue Lagoon sé algjör dásemd fyrir þurra fætur og leggi.
 6. St. Tropez – Self Tan Luxe Dry Oil. Ég nota þessa olíu um einu sinni í viku – Besta sjálfbrúnkan.
 7. Tanya Burr – Date Night augnhár. Uppáhalds augnhárin mín frá Tanya Burr!
 8. BOBBI BROWN – Eye Opening Mascara. Einn af mínum uppáhalds fyrr og síðar! Er nýbúin að klára minn svo ég fer að kaupa annan.
 9. BOBBI BROWN – Allir nýju maskarnir! Radiance Boost, Instant Detox og Skin Nourish. Ég á sjálf Radiance Boost maskann sem ég hef talað um tvisvar nýlega, en mig langar að prófa hina af því að hann er í svo miklu uppáhaldi.
 10. RIMMEL – Kate Lasting Finish Lipstick/Nude Collection. Allir litirnir í þessari línu eru hver öðrum fallegri!
 11. Yves Saint Laurent – Vernis A Levres varalitur. Ótrúlegur litur sem tollir endalaust á vörunum og nærir þær.
 12. Biotherm – Balm To Oil farðahreinsir. Þennan á ég alltaf uppi í skáp. Ótrúlega hentugur til að hreinsa allar farðaleifar af húðinni. Virkar á augu, varir og farða.

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkaðu við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is