Þessi færsla er kynning og ekki kostuð 

Ef þið eruð eitthvað svipaðar og ég finnst ykkur gaman að láta sjá ykkur á skemmtilegum event-um, kynnast nýjum vörum og versla á afslætti. Snyrtivöruverslunin Alena og netverslunin Monró Fashion verða með skemmtilega sumargleði annað kvöld, fimmtudaginn 14.júlí á milli 20 og 23. Viðburðurinn verður staðsettur í verslun Alena á Dalbraut 1 og þið getið skráð ykkur í hann á Facebook síðu þeirra.

13255901_504323433086620_8522479999345295783_n-2

Það verða ótrúlega góð tilboð á staðnum, en 20% afsláttur verður meðal annars á Mr. Blanc tannhvíttunarvörunum sem ég ELSKA og nota alltaf, ásamt því að 15% afsláttur verður af öllum vörum verslunarinnar. Glöggir lesendur hafa sennilega séð nokkrar umfjallanir um vörurnar frá Alena hér á síðunni, en þið getið lesið um Rå Oils, Cailyn Cosmetics, Being, Mr.Blanc og fleira með því að slá orðunum inn í leit. Svo selur verslunin vörurnar frá Hairburst og Being ásamt fleiri merkjum.

13528738_1757859524425854_9211077478173007586_n

Monró Fashion er netverslun sem er frekar ný af nálinni, en þær selja dásamlega toppa, derhúfur, samfellur og fleiri flíkur á frábæru verði. Ég er að minnsta kosti komin með góðan lista af því sem mig langar í frá þeim. Þið getið séð Facebook síðuna þeirra HÉR.

Ég ætla sjálf að mæta á viðburðinn og hlakka til að sjá ykkur!

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is