Vörur í færslunni voru fengnar að gjöf

Ég hef lengi verið aðdáandi margra merkjanna sem Shine.is selur, eins og til dæmsi BeBella pallettanna og Milani. Vörurnar þar eru á ótrúlega góðu verði en innihalda samt sem áður mikil gæði og auðvelt er að vinna með þær.

unnamed-47

unnamed-48

Á dögunum fékk ég í hendurnar gullfallga BeBella pallettu númer 35i, Milani Liquid varalit í Adorable, Milani Baked kinnalit í Berry Amore og Elf Contour Kit. Ég tók yfir Snapchat aðganginn (Shine.is) hluta dags í júní og ákvað að gera einfalda festival innblásna förðun með vörunum þar sem að ég var að fara á Secret Solstice á þeim tíma. Ég var hæstánægð með útkomuna!

unnamed-49

Augnskuggarnir frá Bebella eru ekkert smá pigmentaðir, en ég notaði aðallega fjólubláu og gylltu tónana í förðunina. Varaliturinn hélst endalaust lengi á, alveg án þess að þurrka varirnar upp. Ég er búin að nota báðar vörur ótrúlega mikið á undanförnum vikum. Kinnaliturinn og contour kit-ið stóðu uppi sem sigurvegarar í þessari lotu, en kinnalitinn hef ég notað nánast daglega og contour kit-ið hentar fullkomlega í allar farðanir. Það er meira að segja hægt að nota annan ljósa litinn sem púður yfir allt andlitið.

Þið getið fundið Facebook síðu Shine.is HÉR, vefverslunina HÉR og getið fylgt þeim á Instagram HÉR. Svo mæli ég með því að þið kíkið í verslunina þeirra á Kleppsmýrarvegi 8, en útsalan er í fullum gangi!

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

 

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is