Færslan er ekki kostuð – vörurnar keypti ég sjálf

Á dögunum opnaði fyrirtækið Nola verslun í Katrínartúni 2 í Reykjavík, en hún er staðsett við hliðina á Happ á fyrstu hæð í turninum. Fyrir aðdáendur verslunarinnar (þar á meðal mig) voru þetta miklar gleðifréttir, en Nola hefur verið starftæk sem vefverslun síðan árið 2014. Búðin verður opin mánudaga-laugardaga frá 11-18, en hún er ótrúlega falleg og margar dásamlegar vörur til að skoða.

13516702_1093451900712511_5604857057580111188_n

Fylgjendur þeirra (og mínir fylgjendur) hafa kannski tekið eftir því að ég er að byrja á næstu vikum sem verslunarstjóri Nola, en ég gæti ekki verið ánægðari og hamingjusamari með það hlutverk og hlakka mikið til að byrja af fullum krafti þegar sumarfríi er lokið. Starfið hefur þó ekki áhrif á bloggið og munum ég og við áfram fjalla heiðarlega um allar vörur, bæði frá öðrum merkjum og þeim sem Nola hefur upp á að bjóða. En þegar við opnuðum búðina fannst mér kjörið að fá mér nokkrar vörur frá öllum merkjum til að kynna mér þær enn betur.

unnamed-43

Það sem mig langar að byrja á því að segja ykkur frá eru Modern Renaissance augnskuggapallettan og Glow Kit í litnum That Glow frá Anastasia Beverly Hills, en ég féll fyrir hvoru tveggja og ákvað að splæsa þeim á mig.

unnamed-42

Pallettan grunar mig að verði mikið notuð, bæði á sjálfa mig og aðra, en hún inniheldur fullkomið jafnvægi af möttum og sanseruðum litum ásamt því að í henni eru ótrúlega fallegir appelsínugulir og bleikir tónar sem undirrituð er mjög skotin í. Við tækifæri mun ég svo sýna ykkur förðun með henni, ásamt hinum vörunum sem ég keypti!

unnamed-44

Glow Kit-ið er svo sér á báti, en það er sennilega uppáhalds varan mín þessa dagana. Ég hef bæði verið að nota það mikið í brúðarförðunum undanfarna daga og er sjálf farin að nota það daglega. Ég sé því fyrir mér að ég þurfi að eiga hina litina líka í kittinu. Bubbly er klárlega í uppáhaldi hjá mér, en á myndinni fyrir neðan sjáið þið litina í réttri röð í swatches.

unnamed-45unnamed-46

Einnig fékk ég mér augnbrúnablýantinn Brow Wiz, en mig hefur lengi dreymt um hann og nota hann daglega. Hann er ótrúlega góður í að móta og lita augabrúnirnar á náttúrulegan hátt.

Ég hlakka til að sjá ykkur í versluninni! Þið getið fylgt Nola á Snapchat/Instagram undir Nola.is og á Facebook HÉR. Facebook síðu Anastasia Beverly Hills á Íslandi má finna HÉR. Þess má geta að Nola ehf er eini viðurkenndi dreifingar og söluaðili Anastasia Beverly Hills á Íslandi. Þau ábyrgjast ekki aðrar vörur í umferð.

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is