Ég verð bara að segja ykkur frá einni af nýjustu línum MAC sem lendir í búðir núna í kringum 10. ágúst, en ég er að tryllast úr spenningi!

MAC_FashionPack_AMBIENT_CMYK_300dpi

Línan inniheldur plómulitaða, fjólubláa og dökka miðnæturtóna ásamt dökkbleikum og gulum og gefur svo sannarlega tón af haustinu og hvernig það mun koma til með að verða í förðun. Varalitafíkillinn ég getur ekki beðið eftir því að næla sér í tvo liti (eða bara alla) úr línunni, en þeir sem mér finnst girnilegastir fyrir haustið eru litirnir By Special Order (djúpbleikur litur með rauðum tón) og Pressed & Ready sem er gullfallegur nude litur.

MAC_Fashion_Pack_summer_2016_makeup_collection2

Augnskuggarnir eru líka eitthvað annað, en ég er kolfallin fyrir Runway Worthy augnskuggapallettunni.

Línan inniheldur einnig gordjöss naglalökk, en græna lakkið sem ber nafnið Style Matters finnst mér fullkomið!

Ég hlakka svo mikið til þegar línan kemur í verslanir, en þið getið fylgst nánar með á Facebook síðum MAC með því að smella HÉR og HÉR. 

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is