Færslan er ekki kostuð

Ég hef mikin áhuga á tísku yfir höfuð, hvort sem það er hár, förðun, föt, málverk eða innanhúss arkitektúr svo eitthvað sé nefnt. Ég ákvað að sýna ykkur förðunarlúkk sem ég var með um daginn og skrifa aðeins um það.

Ég viðurkenni það samt að ég er engin makeup artist en hef gaman að leika mér og prufa hitt og þetta i förðun.

13664472_10157268525165372_1149013870_n

Langar að sýna ykkur hvaða förðunarvörur ég notaði í lúkkið.

  1. Þvæ á mér andlitið með Jenssen Cosmetics – Purifying Tonic Lotion. Mér finnst nóg að renna yfir andlitið með þessum tóner á morgnana. Set svo augnkrem frá L’oreal – Skin Perfection undir augun og nota einnig dagkrmeið frá L’oreal í sömu línu.
  2. Ég keypti mér RIMMEL farða fyrir nokkrum vikum í Hagkaup og er mjög ánægð með hann. Hann heitir Lasting Finish og er í 25 hr Nude – Medium cover. Ég nota þennan farða alla daga.
  3. Á augun setti ég augnskugga frá Bobbi Brown – Metallic Eye Shadow í litnum Pink Pearl og notaði svo litinn Spice í skyggingu sem er reyndar kinnalitur en ég notaði hann sem augnskugga núna.
  4. Sem eyeliner notaði ég Revlon Colorstay Liquid liner sem ég keypti í London, er mjög ánægð með hann.
  5. Ég notaði L’Oréal maskarann False Lash Wings. Fékk hann í gjöf frá Gunnhildi hér á Pigment, en hún keypti hann erlendis. Þetta er einn af bestu möskurum sem ég hef notað og ég er með hann alla daga.
  6. Á augabrúnirnar notaði ég Brow Magic frá Poni og fæst hann á Linup.is. Örmjór penni sem endist á brúnunum allan daginn. Auðvelt að nota hann – MY FAV!
  7. Bronzing MAC Powder – Gilden í kinnarnar og svona aðeins yfir andlitið til að fá sólkysst útlit.
  8. Mary-Lou Manizer AKA „The Luminizer“ highlighter frá The Balm. Nota þenna highlighter mjög mikið og fæst hann líka á Linup.is
  9. Á varirnar notaði ég Cailyn – Extreme Matte Tint. Þessi varalitur er alveg í uppáhaldi. Þið getið fræðst meira um hann hérna.
  10. Svo er ekkert betra en að tríta andlitið með með rósavatni frá Rå Oils! Maður notar 2-3 pumpur og er endurnærður og tilbúinn í daginn.

13652602_10157268525245372_656808003_n

13672178_10157268525195372_1362207083_n

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa