Færslan er ekki kostuð 

Ég hef alltaf verið með frekar slæma húð sem er mjög olíukennd og opin.

Fyrir um það bil einum og hálfum mánuði fór ég mikið að spá í þessu og vildi finna mér góða vöru til þess að hreinsa hana fyrir svefninn.

Ég pantaði mér svo tíma í vax á snytistofunni Cosy sem er staðsett í Stórhöfða 15, en í tímanum fórum ég og snyrtifræðingurinn að spjalla um húð. Hún segir mér frá vörunum sem hún er með, Janssen Cosmetics. Hún var með pakka í hilluni sem var samsettur af andlitshreinsi og tóner fyrir olíukennda húð. Þetta hljómaði vel þar sem læknar og snyrtifræðingar vinna saman við að búa til formúlurnar í vörunum. Ég ákvað því að dekra við mig og splæsti þessum pakka á mig.

13334601_10157097338535372_182060406_o

Ég er svo ánægð með að hafa keypt þessar vörur. Húðin hefur skánað mjög mikið og hef tekið eftir mun minni olíumyndun yfir daginn. Förðunin er heldur ekki búin að renna af mér eins og vanalega. Hún er ekki eins opin og hef ég fengið hrós upp úr þurru hvað ég er fín í húðinni.

Ég nudda andlitshreinsinum yfir andlitið og tek svo blautan þvottapoka og þvæ hreinsirinn af. Set svo tónerinn í bómul og strýk yfir húðina. Á eftir set ég á mig næturkrem frá Gamla Apótekinu. Þegar ég vakna strýk ég andlitið aftur með tóner til þess að hreinsa húðina eftir nóttina.

Janssen Cosmetics eru þróaðar af læknum og snyrtifræðingum og standa fyrir gæði, hreinleika og virkni á húð. Þær hafa fengið fjölda verðlauna fyrir virkar formúlur, hreinleika og nýsköpun. Janssen Cosmetics leitast við að nota sem mest af nátturulegum hráefnum í vörurnar eins og jurtir, þara og fleira. Einnig er til 100% lífræn vörulína sem er með Vegan gæðastimpilinn.

Hægt er að fá fyrir allar húðgerðir bæði andlitshreinsa og tónera en lika andlitskrem, maska og fleirra.

Snyrtistofan Cosy, Snyrtistofan Kosmetik og Fegurð í Hafnafirði eru meðal þeirra sem ég veit að selja og nota Janssen Cosmetics

76654290f0402aa0a64448730d1c7cf9

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa