Vörurnar fékk höfundur að gjöf

Um daginn fékk ég gjafapoka frá snyrtivörumerkinu Rimmel.
En í honum var hyljari, BB krem, sólarpúður, maskari, eyeliner, varalitur og augnskuggapalletta. Ég ákvað því að gera one-brand look; þ.e.a.s. nota aðeins þessar vörur frá Rimmel til að mála mig eins og ég væri að fara eitthvað fínt.

13479524_10209619598109567_2045604654_n

Hyljarinn frá þeim er með mjúkum hárum á endanum og því auðvelt að setja hann á þá staði sem maður vill og dreifa vel úr honum án þess að erta augnsvæðið. Ég nota alltaf mjög ljósan hyljara undir augun þar sem ég vill lýsa það svæði upp og þar sem hyljarinn er 2-1 concealer og illuminator þá hentar hann mjög vel í það.

BB kremið er mjög létt og nærandi fyrir húðina og hentar vel fyrir sumarið.

Sólarpúðrið er fallegt og með smá gljáa/highlight.

13474110_10209619598229570_2141663831_n

Maskarinn sem ég fékk heitir Volume Colorist og á að dekkja augnhárin með tímanum ef maður notar hann á hverjum degi. Ég er ekki búin að nota hann nógu lengi til að geta sagt að ég sjái mun en hann er með löngum og góðum bursta, kolsvartur og þykkir og lengir vel.

Varaliturinn er úr línu sem heitir By Kate Nude Collection og er fullkominn til hversdags notkunar. Hann er mjög mjúkur og ótrúlega góð lykt af honum.

Eyeliner-inn er alveg svartur og oddurinn mjög þykkur en samt var ekkert mál að gera örþunna línu með honum og auðvelt að vinna með hann.

Það sem kom mér mest á óvart voru augnskuggarnir. Þeir eru mun pigmentaðri heldur en ég bjóst við og blandast vel. Í förðuninni sem ég gerði notaði ég alla litina fimm en ég sé einnig fyrir mér að það sé hægt að gera dökkt smokey með ljós brúna, dökkbrúna og svarta eða létta dagförðun með ljósbrúna og bleika litnum.
13382324_10209619598309572_1224081360_n
13451012_10209619597709557_80571864_n
13479537_10209619598589579_1225620903_nPs. Endilega líkið við Makeup síðuna mína á facebook HÉR, en allar tímapantanir fara í gegnum skilaboð.

veraEndilega líkið við facebook síðu okkar HÉR

 

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.