Vörurnar í færslunni fékk ég sem sýnishorn á kynningu

Á dögunum fór ég á kynningu hjá versluninni Alena í Reykjavík. Fyrirtækið var stofnað í fyrra sem netverslun en á árinu var opnuð búð á Dalbraut 1.

Alena leggur áherslu á náttúrulega fegurð. Flestar vörurnar hjá þeim eru lífrænar en allar eru þær cruelty free (Leaping bunny), sem þýðir að þær eru ekki prufaðar á dýrum.

Í búðinni eru meðal annars seld baðsölt, maskar, Mr. Blanc tannhvíttunarvörurnarvörurnar, Hairbust hárvörur og förðunarvörur. Nú var að koma inn nýjung hjá þeim sem nefnist Rå Oils.

13383423_10157111564685372_14166706_o

Á kynningunni var boðið upp á léttar veitingar en kynning fór fram á Rå Oils vörumerkinu. Hægt er að skoða vörurnar nánar HÉR og HÉR, en auðvitað í verslun Alena þar sem þú getur hitt á stelpurnar sem vinna þar og fengið ráðleggingar.

13383957_10157111570230372_738134353_o

 

Við fengum svo „goody bag“ frá þeim sem mér langar að sega frá:

Við fengum Rose Water Mist og eina olíu að eigin vali frá Rå Oils en ég valdi mér gerðina Anti Aging. Þar að auki voru innifaldir tveir tannhvíttunarstrimlar og bambus tannbursti frá Mr. Blanc.13334425_10157110341965372_454723089_o

Ég er virkilega spennt yfir því að prófa innihaldið í pokanum og þá sérstaklega Rå Oils en ég mun fjalla um þær þegar reynslan er komin. Ég mæli svo með að þið kikjið á siðuna þeirra og lesið um söguna á bakvið oliurnar. Þær eru allar handgerðar, sem er mjög heillandi.

13340890_10157111568215372_332504427_o

katrín sif

Endilega líkaðu við Facebook síðu okkar HÉR

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa