Vörurnar fékk ég að gjöf

Ég má bara til með að segja ykkur frá þessum tveimur „essential“ vörum sem ég fékk á dögunum frá BOBBI BROWN. Þið hafið væntanlega tekið eftir því að ég elska þetta merki, en það er ekki að ástæðulausu. Allar vörurnar frá þeim eru bara svo vandaðar og auðvelt og gott að vinna með þær.

Bobbi-Brown-Long-Wear-Brow-Gel-and-Brush

Fyrsta varan sem mig langar að segja ykkur frá er Long-Wear Brow Gel, en það er glænýtt augnbrúnagel sem haggast ekki allan daginn. Það kom með nýjungum í Long-Wear Eye Collection, en þar má annars finna nýja tóna af Long-Wear Cream Shadow Stick og Long-Wear Gel Eyeliner. Báðar vörurnar hafa verið ótrúlega vinsælar frá Bobbi Brown, en mér finnst til dæmis gel eyelinerinn algjör nauðsyn bæði í snyrtibudduna og kittið.

Augnbrúnagelið er algjör snilld- þið sjáið það betur á myndinni af mér fyrir neðan. Ég valdi mér litinn Saddle, sem Kate Middleton notar einmitt í sínar augabrúnir. Ég ætti kannski að nota ljósari lit þar sem að ég er hvíthærð, en mér finnst eitthvað töff við að vera með dökkar augabrúnir og hvítt hár í augnablikinu. Ég notaði skáskorinn bursta til að dýfa í gelið og fara í gegnum þær og móta með léttum strokum. Fyrir og eftir greiddi ég í gegnum brúnirnar með greiðu. Gelið er „water resistant“ og haggast ekki á brúnunum í 24 tíma. Næst á óskalistanum er Dual Ended Brush, sem er einnig nýjung hjá Bobbi og algjör snilld að kaupa með gelinu. Hann sést á myndinni fyrir ofan og er tvískiptur; með skáskornum bursta á öðrum endanum og greiðu á hinum.

Gelið er á frábæru verði á sölustöðum Bobbi Brown og kostar ca 3.990,- (mismunandi eftir stöðum). Burstinn er svo á ca 6.399,-

image

Hin varan sem ég fékk er alveg frábær og strax orðin fastagestur í húðrútínunni minni, en hún er Radiance Boost Mask.

716170153070

Ég hef sjaldan, hvorki fyrr né síðar, orðið svona ástfangin af einum maska. Hann er alveg fullkominn að mínu mati, en húðin mín varð eins og silki eftir fyrstu notkun. Hann endurnýjar húðina og slípar hana létt með Walnut Grains, appelsínuolíu og fleiri dásamlegum innihaldsefnum. Notkunin er líka einföld og fljótleg sem skemmir alls ekki fyrir í hjá uppteknum konum eins og mér. Maður setur maskann á raka húð, lætur hann bíða í tvær til fimm mínútur, og hreinsar hann af með því að nudda með vatni í hringlaga hreyfingar. Með því hjálpar maður kornunum að hreinsa í burtu dauðar húðfrumur. Allur farði kemur sérstaklega vel út á húðinni eftir notkun og því mæli ég með maskanum fyrir allar þær sem eru að fara eitthvað fínt, fyrir förðun.

Sölustaðir BOBBI BROWN eru Hagkaup Smáralind og Lyf&Heilsa Kringlunni.

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is