Vörurnar í færslunni voru fengnar að gjöf 

Ég veit ekki hvað það er, en spenningurinn verður aldrei minni við að vita að nýjungar frá MAC séu á leiðinni. Næstu daga mun ég segja ykkur frá nokkrum, svo fylgist VEL með næstkomandi færslum.

Það sem ég ætla að taka fyrir í þessari færslu eru fyrst og fremst ein línan sem mætir í búðir á fimmtudaginn, en það er lína sem Chris Chang gerði í samstarfi við MAC. Fyrir utan það að umbúðirnar eru gjörsamlega á öðru leveli, en þær eru dramatískar, fallegar og einkennast af stíl Chang, þá eru vörurnar virkilega girnilegar. Um er meðal annars að ræða Cream Color Base, varaliti og augnskugga en hönnunin er öll innblásin af kínverska listforminu Kunqu. Ég fékk að prófa varalitinn Cloud Gait, en hann er fallega blár og fullkominn fyrir þær sem þora- eða í förðunarkittið.

Ég náði sjálf ekki að prófa litinn, en ákvað að nýta tækifærið þegar ég farðaði fyrirsætuna Kristínu Liv á dögunum og smellti honum á varirnar á henni. Hann er trylltur til að nota í smá „edgy“ lúkk í myndatökum og í sumar.

image

imageSíðan má ég til að nefna Dare Hue! Brow Pencil, en það er byltingakenndur augnbrúnablýantur í pastellitum (já, þið heyrðuð rétt) fyrir þær sem vilja sleppa ímyndunaraflinu lausu og fara út í allt annað en hefðbundna liti á augabrúnunum. Svo er þetta aftur vara sem mér finnst vera „must have“ í kittinu sem förðunarfræðingur, en það er bara svo ótrúlega oft sem maður er beðinn um eitthvað aðeins öðruvísi. Þá er geggjað að eiga þessa blýanta.

image

Þeir koma í sex æðislegum pastellitum sem eru hver öðrum fallegri. Sá sem ég fékk í hendurnar heitir Blonde Not Bland og er æðislegur í að tóna niður augabrúnir og lýsa þær.

MAC-Dare-Hue!-Brow-Pencil

Ég mæli með því að þið kíkið á Facebook síður MAC Kringlunnar og MAC Debenhams til þess að leita frekari upplýsinga um hvenær og hvar vörurnar koma í verslanir. Ég minni á að línan frá Chris Chang kemur í takmörkuðu upplagi, svo maður verður að hafa hraðar hendur.

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is