Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf 

Ég gæti ekki verið spenntari að segja ykkur frá þessari nýjung á Íslandi! Iðunn Box er ný áskriftarleið sem fólk getur nýtt sér í snyrtivöruheiminum, en um er að ræða kassa fullan af girnilegum snyrtivörum sem berst heim til þín mánaðarlega. Þetta er sérstaklega skemmtilegt og frábært að nota sem mánaðarlegt „treat“ fyrir sjálfa sig eða jafnvel gjöf fyrir vinkonu. Það sem er svo frábært við boxið er að maður veit aldrei fyrirfram hvað er í því, svo innihaldið kemur að óvart í hverjum mánuði. Ef þið hafið fylgst með kollegum mínum á bloggunum BELLE og Fagurkerum, þá hafið þið nú þegar heyrt eitthvað um þessa snilld.

Sambærilegar áskriftarleiðir hafa verið þekktar í mörg ár úti í heimi, til dæmis Glossy Box sem er til í fjölmörgum löndum, ásamt því að fyrirtækið Nola hefur hérlendis verið að gefa út Nola Box sem inniheldur snyrtivörur frá þeim og er gefið út fjórum sinnum á ári. Þetta er þó í fyrsta skipti hérlendis sem um er að ræða þessa ákveðnu tegund af áskriftarboxi. Ég man eftir því þegar besta vinkona mín var að læra úti í New York og var einmitt áskrifandi af Popsugar kössunum. Hún fékk eitthvað óvænt gotterí í hverjum mánuði og mér fannst þurfa þetta hingað heim. Ég er því virkilega ánægð með að Tuna Dis Metya, stofnandi Iðunn Box, hafi látið verða af því. 

iðunn

kassi

Nokkrum vel völdum bloggurum var boðið í kynningu Iðunn Box á veitingastaðnum VON Mathús í Hafnarfirði þar sem að við fengum kynningarbox að gjöf og smökkuðum dásamlegan mat. Innihaldið í kassanum olli mér sko ekki vonbrigðum, en miðað við að mánuðurinn er aðeins á 5.990,- eru vörurnar vel þess virði.

vörur

Í kynningarboxinu voru:

  • The Balm kinnalitur – Full Stærð
  • Maroccanoil Treatment hárolía – 50 ml ferðastærð
  • Lancaster Tan Maximizer After Sun krem – Full stærð
  • SKYN Iceland Arctic Balm – Ferðastærð
  • SMASHBOX Photo Finish Lash Primer – Ferðastærð
  • SMASHBOX X- Rated Mascara – Ferðastærð
  • BOBBI BROWN Serum – lúxusprufa (ekki á mynd)
  • CHLOÉ Eau De Parfum – Prufa
  • Pronails handáburður – Prufa

Ef þið hafið ekki kíkt inn á heimasíðuna hjá Iðunn Box – þá mæli ég með því að þið gerið það núna til að kynna ykkur áskriftarleiðirnar.

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is