Vörurnar voru fengnar að gjöf. 

Yfir sumartímann reyni ég oft að mála mig minna og er þá yfirleitt bara með létt CC krem, maskara og varasalva með lit eða ljósan varalit.
Ég prófaði um daginn varalit frá Rimmel sem heitir Moisture Renew Sheer&Shine í litnum Glow-rius Pink og mér finnst hann fullkominn til að vera með í veskinu í sumar. Hann er mjög fallega bleikur, góður til hversdagslegrar notkunar og ótrúlega mjúkur en formúlan inniheldur A, C og E vítamín.

13318884_10209460871981513_194239389_n

Einnig fékk ég primer frá Rimmel sem heitir Fix&Perfect. Ég vildi nota hann í nokkra daga áður en ég skrifaði um hann til að sjá hvernig húðin mín myndi bregðast við honum en ég á það til að glansa á t-svæðinu seinni partinn ef ég er að nota of feitar vörur fyrir mína húð.
Ég er mjög ánægð með hvað hann hélt andlitinu möttu fram á kvöld og ég þurfti ekki að púðra yfir ennið þegar leið á daginn. Einnig mjög fallegur gljái í honum sem sést þegar maður sprautar úr túbunni og gefur húðinni frísklegra útlit.

Ég get mælt með báðum vörunum og á eftir að halda áfram að nota þær! 

13293259_10209460887501901_1360193119_n

13318694_10209460871941512_1486246835_n

vera

Endilega líkið við Facebok síðu okkar HÉR

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.