Vörurnar í færslunni fékk höfundur sem sýnishorn

Ég fékk á dögunum nýjan varalit frá MAC til að prófa. Þeir sem þekkja mig vita að ég er varalitasjúk og er daglega með varalit. Varaliturinn sem ég fékk í gjöf er Velvetease lipstick pencil sem kom út í haust. 

120dde65d6ae69e9ab5959ed42b9b834
Mynd af: Pinterest.com

Þessir nýju varalitir koma í tólf litum og eru alveg eins og venjulegir varalitir nema í blýantsformi. Það þarf ekki að ydda þá þar sem það er einfalt að skrúfa upp meiri vöru þegar hún klárast.

MAC-Velvetease-Lip-Pencil-Winter-2015
Mynd af: Pinterest.com
MAC-Velvetease-Lip-Pencil-Winter-2015-3
Mynd af: Pinterest.com

DSC00772

Velvetese lipstick pencil eru mjúkir þrátt fyrir að vera mattir og endast vel. Einnig er mjög skemmtilegt að setja þá á varirnar þar sem þeir eru ekki jafn breiðir og aðrir varalitir og hentar vel að móta þær.

guðbjorglilja

Líkið endilega við síðuna okkar á Facebook HÉR 

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.