Sumar vörurnar í færslunni voru fengnar að gjöf, aðrar keypti ég mér sjálf

Þegar ég lagði upp með að skrifa um innihaldið í snyrtitöskunni minni svona dags daglega var ég reyndar ekki alveg búin að gera ráð fyrir hversu mikið af dóti ég notaði. Þess fyrir utan er ég oftast með að minnsta kosti tvo til fjóra varaliti og glossa í töskunni á rólegum degi, svo að „snyrtivörufíkill“ er sennilega ágætt orð yfir mig.

Ég hef oft hugsað um það hvað yrði fyrir valinu ef ég ætti bara að velja þrjár vörur af þessum öllum, en þá yrði það sennilega baugafelari, maskari og varalitur.

Mig langaði þó að sýna ykkur svona þessa „basic“ hluti sem ég nota mest frá degi til dags í augnablikinu. Stundum nota ég ekki allt og stundum bæti ég fleiri vörum inn í, en þetta er aðal undirstaðan.

snyrtivörur

 1. MAC Versicolor í litnum Let’s Stay Together – Trylltur varalitur sem veitir fullkomna þekju án þess að maður finnist maður vera með mikð á vörunum. Hann endist og endist ásamt því að gefa vörunum góðan raka.
 2. MAC False Lashes Maximiser – Uppáhalds maskaraprimerinn minn! Gerir ótrúlega mikið úr augnhárunum og lengir þau mjög mikið áður en maður setur maskarann sinn á. Nota þennan meira spari, t.d. fyrir kaffihús með vinkonum.
 3. Estée Lauder Brush On Illuminator – Yndislegur hyljari sem gefur fallegan ljóma, létta áferð en hylur samt verstu bauga.
 4. Benefit High Beam – Ég elska þennan highlighter svo mikið. Hann kemur í svipuðum umbúðum og naglalakk svo að auðvelt er að bursta honum létt yfir kinnbeinin/það svæði sem maður vill leggja áherslu á og dreifa úr.
 5. MAC Veluxe Brow Liner í litnum Omega – Þennan nota ég á nánast hverjum einasta degi. Ég lita augabrúnirnar á mér reglulega en þar sem ég er frekar ljóshærð þarf ég stundum að fylla upp í þær, og þessi er ótrúlega þægilegur.
 6. Haute and Naughty Too Black Lash Mascara – Í augnablikinu er þessi maskari mest notaður hjá mér. Þykkir og lengir augnhárin og smitast ekki. Svo er líka svo sniðugt að maður getur skrúfað hann upp á tvo vegu, eftir hvað maður kýs að hafa mikið í burstanum.
 7. MAC Paint Pot í litnum Groundwork – Ómissandi vara, bæði í snyrtiveskið og förðunarkittið. Besti augnskuggagrunnurinn að mínu mati en líka hægt að nota hann einan og sér fyrir mjög léttan lit og þekju á augnlokin.
 8. Bobbi Brown Bronzing Powder í litnum Bali Brown – Geggjað sólarpúður sem veitir sólkyssta áferð á kinnar, bringu og þar sem maður vill fá smá lit.
 9. Yves Saint Laurent Youth Liberator Serum Foundation – Einn af uppáhaldsförðunum mínum en ég er búin að vera að nota það mjög mikið undanfarið. Veitir góða þekju, raka og létta áferð.
 10. Yves Saint Laurent Powder Compact Radiance – Þetta nota ég ROSALEGA mikið yfir allan farða. Er ósýnilegt á húðinni og tekur í burtu allan leiðinlegan glans án þess að þurrka húðina upp. Ótrúlega létt og gott og hentar öllum húðtýpum.
 11. Bobbi Brown Pot Rouge í litnum Powder Pink – Fjölnota vara sem hentar bæði fyrir kinnar og varir. Ég nota einfaldlega bara fingurnar í vöruna til að fá fallega og náttúrulega áferð.
 12. Yves Saint Laurent Gloss Volupté í litnum Rose Jersey – Þetta er mjög oft með mér í töskunni, en það veitir fullkominn lit, raka og glans á varirnar!
 13. Real Techniques Deluxe Gift Set – Burstarnir sem ég nota mest af þessu setti eru Base shadow brush, Exclusive angled highlighter brush og Multi task brush, en þeir eru fullkomnir fyrir daglega förðunarrútínu. Í sjálfan farðann nota ég oftast Buffing Brush úr sama merki.

Gunnhildurbirna-

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is