Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn 

Estée Lauder er eitt af þessum merkjum sem ég leyfi mér að kaupa vörur frá til þess að „tríta“ sjálfa mig. Merkið táknar fyrir mér mikinn lúxus og engar af vörunum sem ég hef prófað frá þeim hafa valdið mér vonbrigðum, þannig að það er kannski ekki skrýtið að ég sé fastakúnni til margra ára.

Ein af uppáhalds vörunum mínum frá Estée Lauder er Advanced Night Repair serumið góða, sem hefur oft og mörgum sinnum bjargað húðinni á mér í gegnum erfið tímabil ásamt því að vera ein vinsælasta vara merkisins. Ein af nýjustu viðbótunum þeirra er skyld seruminu, en það er maski sem kemur úr Advanced Night Repair fjölskyldunni og heitir Concentrated Recovery PowerFoil Mask. 

123015-foil-face-mask-lead

Það sem þessi dásamlegi maski gerir er að stinna húðina upp á augabragði ásamt því að hjálpa til við endurnýjun hennar og veita vítamínbombu sem endist og endist. Maskinn skapar varnarskjöld sem leyfir efnunum í maskanum að komast djúpt inn í húðina og vinna kraftaverk. Einnig vinnur hann margfalt betur á húðinni en sjálft serumið svo að áhrifin eru mun meiri.

Mér fannst ekki bara áhrifaríkt að nota maskann heldur líka einstaklega gaman þar sem að hann kemur fallegri pakkningu og maskinn sjálfur er eins og álgríma sem maður setur á sig.

Þið getið lesið allt um maskann sjálfan HÉR og HÉR getið þið fylgst með fréttum frá Estée Lauder á Íslandi.

Gunnhildurbirna

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR 

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is