Það er búið að vera mjög vinsælt í vetur að klippa síða hárið að öxlum. Þessi tíska hefur ekkert annað gert en gott. Margar stelpur safna síðu hári, og er misjafnt hvernig þær hugsa um það sem gerir það að verkum að það er ekki alltaf mjög fallegt að sjá.

Þegar síða hárið er komið á ákveðið stig finnst mjög mörgum erfitt að klippa hárið og jafnvel bara að særa endana. Síða hárið er þeirra öryggisnet.

Hárið endurnýjast alveg og vex yfirleitt hraðar þar sem öll slit eru klippt í burtu og ekkert mál er að safna því aftur. Það tekur tíma auðvitað en á endanum verður hárið mun betra en það var áður.

Þar sem ég er hárgreiðlsukona þá hef ég klippt margar stepur og einnig stelpur sem eru að taka stóra skrefið að klippa hárið af sér. Þessar stelpur breytast ekkert smá eftir klippinguna. Þær finna oft sjálfan sig. Þær ljóma af gleði og finna oft betur hvernig týpur þær eru.
54af8410dfbb9c4e8e08c3a1bae8a0d6

1be71c2a87301910ac1bbffb067daf07 2b3e4f748cbae80e2af23ebac854677c 2f6a9597a97a287d4a2090222dc2c60e

Hárið vex aftur og því er um að gera að leika sér með það. Eins og ég segi oft, að ef hárið er komið upp í tagl eða snúð alla daga vikunar… þá ættirðu jafnvel að breyta aðeins til. Það auðvitað líka til fullt af stelpum og konum sem eru með fallegt sítt hár og greiða þær sér á marga vegu, svo þetta er auðvitað ekki algilt.

5e53ebe9e385eeb8442de2ec6c9f2d11 6dbbb6a1da2ff8961706d00546c41c81 7ea3e60eab788a084ca821fcbf439e9b 8cbcc260317a68eb6bd1b706d9e01aa5 41dd1dc0cf9db35a705247d05034a2b0 094f69d27304a1bdf2120945b0624b16

Millisídd eða klipping við axlir er mjög vinsælt í dag. Flott er að setja smá styttur við andlitið eða jafnvel fara í topp með þeirri klippingu.

340b0896ab51ed575fcedc3c4f2f8792 869a6856c8dbd5e92c01e3d0a9ce317d 2268b27a9ec3a4396a3493c39cdacd35

Margir halda að það sé svo konulegt þegar maður er stutthærður. Það eru til svo margar leiðir til þess að klippa hárið stutt. Í dag er hárgreiðlsufolk að klippa stutt hár sem er töff, stelpulegt og smart. Það er ekki lengur þessi mikla lyfting og blástur eins og var áður.

84393f6954edfa03cadd81c2449dadd5 a23c23b48c47864fd8ee09c7650ebdab

Töff er að raka undir (undercut) eða í hliðarnar. Gerir klippinguna rokkaðri og mjög flotta.

ba52c18d2bb2ee1bd122485a31b8d397 ce6d3a4e71a849c7bc476e836c99c840 d132344535bc21f58f256bcc69429bc1 f901a8a0818532267531d2d3295bc719

Hárið okkar er skartið okkar og segir oft til um hvernig týpur við erum. Það er hægt að leika sér mikið með stutt hár, krullur, liði, bylgjur, snúða og spenna það í allar áttir eða hafa það eins og manni sýnist.

Það besta við hárið okkar er að það vex aftur og við skulum hugsa vel um það!

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa