Það eru nokkrar gerðir af hárburstum til og við vitum ekki endilega hvað hver og einn busti gerir. Hér er smá listi sem ætti að auðvelda valið:

HÁRBURSTAR 

Míni burstinn

Mjög góður í íþróttatöskuna, ferðalagið eða bara til þess að hafa alltaf busta með sér í töskunni.

beauty-and-hair-products-hairbrush

Stór flatur bursti

Hentar þeim sem eru með lítið af flækjum og hentar einnig þeim sem vilja snöggan blástur (ekkert of flókið). Einnig eykur burstin blóðstreymið í höfðinu ef greitt er vel í hársvörðinn.

10539588-1315925610-792057
Bursti með svínshárum

Mjög góður fyrir þær sem eru hársárar eða hjá þeim sem hárið flækist mikið. Hann rífur ekkert í og skilar hárinu mjúku. Mjög góður í greiðlsur.

13fe460c8cec4426b0ace5a565b2d533

 

Wet brush

Hentar þeim sem eru með mikið af flækjum. Það gott er að greiða blautt hár með þessum bursta en ekki má nota hann í blástur.

419LF3OW59L._SY355_Túberingar bursti

Hentar þeim sem ekki ná að túbera með greiðu. Snildar græja!

s-l300

 

RÚLLUBURSTAR

Með svínshárum

Þeir gera hárið mjög mjúkt, gefa góða lyftingu og auðvelt að blása liði í hárið með bustanum.

ROLL.BRUSH_edit2
Með járni

Gefa góða lyftingu og þú nærð að búa til sveigu á endana. Hjálpar til að þurrka hárið hraðar í blæstri.

cricket-brush

Blandað járn og svíshár: Mjög góður í að blása hárið slétt og gerir góða fyllingu þegar blásið er með honum.

Wood-font-b-Round-b-font-hair-font-b-brushes-b-font-font-b-boar-b

Gott ráð: Eftir hvert skipti sem við erum búnar að greiða á okkur hárið er best að losa öll hárin strax úr burstanum. Reyna að hafa burstan alltaf hreinan og fínan og skola hann með heitu vatni af og til. Mikið af sýklum og bateríum safnast í burstan ef hann er ekki þrifinn reglulega.

katrín sif

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa