Vörurnar sem ég tala um í færslunni fékk ég að gjöf 

Í mars kom út línan Flamingo Park frá MAC. Fyrir þær sem eru eins og ég og eru ástfangnar af ÖLLU bleiku, voru þetta mikil fagnaðartíðindi og ég var ekki lengi að kynna mér þessa dásemd.

886071_1344281392254517_1573070157365691290_o

Ég fékk að prófa Cremesheen Glass í litnum Sweet Tooth úr línunni en það er strax orðið eitt af uppáhaldsglossunum mínum. Ég nota það nánast daglega þar sem að það er ótrúlega fallega bleikt og mýkir vel upp varirnar við notkun. Einnig prófaði ég kinnalit í litnum Pink Swoon sem er líka hægt að nota sem augnskugga og er létt sanseraður og vel pigmentaður, en ég mæli með því að allar prófi einhverntíman að nota augnskugga í rauðleitum eða bleikum tónum þar sem að þeir geta gert svo mikið, t.d. í fallegum skyggingum. Ég fékk mér líka Beauty púður úr línunni sem er silkimjúkt og gefur ljómandi fallega áferð á húðina í andlitinu. Púðrið mitt er í litnum Pearl Blossom.

70156411d052ebf85a4abece4be8d4bc

Það er ekki mikið eftir af þessari línu en ég mæli með að þið gerið ykkur ferð í MAC Kringluna og kíkið á hana <3

Gunnhildurbirna

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is