Vöruna fékk höfundur að gjöf

Ég hef lengi sankað að mér ógrynni af húðvörum og á oftast miklu meira en nóg til að fylla upp í daglegu rútínuna. Hreinsar, krem, serum, maskar og fleira er eitthvað sem mér finnst ég aldrei eiga nógu mikið úrval af.

Kvöldhúðrútínan mín (sem ég mun skrifa færslu um von bráðar) er þó oftast frekar einföld. Ég hef lítinn tíma á kvöldin þar sem að ég vinn fulla vinnu, vinn aukalega við förðun, rek blogg og á hund svo fátt eitt sé nefnt svo að klukkustundirnar í sólahringnum eru takmarkaðar. Hún er þó áhrifarík og ég elska vörur sem skila skilvirkum og góðum árangri á sem skemmstum tíma.

3605540913161_500x500

Ást mín á farðahreinsinum Balm to Oil frá Biotherm byrjaði þegar besta vinkona mín sagði mér frá því að hún hefði uppgötvað hann. Ég ákvað að kaupa mér hann í kjölfarið á Tax Free dögum í Hagkaup og varð sko ekki svikin, en hann er einn sá besti sem ég hef prófað. Síðar fékk ég hann sem gjöf sem kom sér aldeilis vel þar sem að minn var að verða búinn! Hreinsirinn er í mjög stórri dollu og lítur í raun út eins og þykkt smyrsl sem maður tekur upp með fingrunum og ber á andlitið. Kremið/smyrslið breytist smám saman í olíu á andlitinu sem fjarlægir allan farða á ótrúlegan hátt. Eftir á þvæ ég hann svo af með þvottapoka. Oftast nota ég hann sem fyrsta skref í húðhreinsun minni á kvöldin og fylgi svo eftir með froðu andlitshreinsi frá Origins sem hreinsar allar leifar vel upp úr húðinni.

Ég mæli eindregið með þessum hreinsi fyrir allar þær sem vilja ná öllum farða af í einu af andlitinu á mildan en áhrifaríkan hátt. HÉR getið þið lesið meira um hreinsirinn ásamt öðrum farðahreinsum.

Gunnhildurbirna

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is