Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf. Færslan er ekki kostuð. 

Ef þið hafið ekki tekið eftir því nú þegar, er ég mikill MAC aðdáandi og elska vörurnar frá þeim. Ég nota þær bæði mikið á sjálfa mig og í förðunum á aðra, en förðunarkittið mitt er oftast mikið byggt upp á merkinu.

mac_collection_S26K01 (1)

Nú var svo ný lína frá MAC að mæta í MAC Kringlunni! Nafnið Charlotte Olympia ættu margir skóaðdáendur að kannast við, en breski skó- og fylgihlutahönnuðurinn og er þekktust fyrir tímalausa hönnun með bæði vintage og kvenlegu yfirbragði. Hún skaust hratt upp á stjörnuhimininn í tískubransanum árið 2008 á London Fashion Week, en í dag er hún með 10 búðir í stórborgum um heiminn. Förðunarvörurnar í línunni bera kvenleikans vel merki og eru einstaklega fágaðar í litum, umbúðum og áferð. Það er vert að minnast á að línan kemur í takmörkuðu upplagi.

Mynd: Beautifulmakeupsearch.com
Mynd: Beautifulmakeupsearch.com

Ég er mjög vön því að leggja mesta áherslu á augun mín í förðun og ganga um með frekar hlutlausa varaliti í bleikum tónum og hef ekki verið mikið í þeim rauðu í gegnum tíðina, en er alltaf að reyna að venja mig á að gera meira af því þar sem að mér finnst það svo ótrúlega fallegt og fágað útlit.
mac-charlotte-olympia-collection-products-2

Rauði varaliturinn og varablýanturinn sem ég fékk að prófa úr línunni komu mér því skemmtilega að óvart, en þeir eru í akkúrat þessum klassíska rauða lit sem við sækjumst svo margar eftir. Varaliturinn ber nafnið Leading Lady Red og blýanturinn Kiss Me Quick. Áferðin á litnum er silkimjúk og hann helst ótrúlega vel á.

_12259985

Gott ráð: Ég mæli eindregið með að nota alltaf varablýant með varalit þar sem að liturinn verður bæði fallegri og helst betur á. 

Gunnhildurbirna

 Endilega líkið við Facbook síðu okkar HÉR
Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is