Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Það sem ég elska við vorið og sumarið er að velja mér nýja, fallega sumarliti í förðunarsafnið mitt.

Yves-Saint-Laurent-Spring-2016-Boho-Stones-Makeup-Collection-Rouge-Pur-Couture-Vernis-a-Levres-Glossy-Stain

Tveir af varalitunum sem ég er búin að vera að nota undanfarnar vikur eru nýjar útgáfur af klassískum vörum í fjölskyldunni hjá YSL og hafa báðir yndislega eiginleika, sem gerir það að verkum að ég get skipt þeim upp eftir hvernig útlit ég vil fá.

Glossy Stain Lip Color

FullSizeRender

Sá fyrsti er búinn að vera fastur við snyrtibudduna mína frá degi eitt, en hann heitir Glossy Stain Lip Color sem er í litum Rose Folk, en hann er bleikferskjulitaður. Þessir litir hafa lengi verið í röðum þeirra vinsælustu hjá merkinu, en þeir endast ótrúlega lengi á vörunum og maður getur byggt þá upp að vild með fleiri umferðum. Einnig gefa þeir æðislegan raka sem er rosalega gott fyrir konur eins og mig sem eru með frekar þurrar varir.

Rouge Colupte Shine Oil-In-Stick

spring2016_yslrougeoil001

Sá næsti er útgáfa af fyrri Rouge Volupte Shine varalitnum, en hann er olíukenndari og ber nafnið Rouge Volupte Shine Oil-In-Stick. Nafnið gefur til kynna olíukennda áferð, en hann nærir varirnar á einstakan hátt á meðan hann er á þeim.

Litirnir innihalda 65% olíu sem er djúpnærandi og bráðnar inn í varirnar með fallegum en ekki of sterkum lit. Olíurnar eru 6 talsins og litirnir gefa eftirfarandi eiginleika: Raka, gljáa, þægindi, þeir bráðna við varirnar og eru rosalega mjúkir.

3614271280312_RV-Shine_50

Sem punkturinn ofan á i-ið draga varalitirnir líka úr fínum línum! Í augnablikinu á ég litinn Fuchsia Stiletto og á sennilega eftir að bæta við nokkrum litum, en þessir henta mér fullkomlega.

Gunnhildurbirna

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is