Vörurnar sem ég tala um í færslunni fékk ég að gjöf 

Ég veit ekki hvað það er, en mér finnst alltaf jafn spennandi að prófa nýja liti af naglalökkum. Ég fer reglulega í gelnaglaásetningu og set þá litina mína yfir heima, svo er ég líka alltaf með naglalakk á tánöglunum sem mér finnst ótrúlega fallegt.

opi-new-orleans-collection-review-swatches
Mynd: Pinterest

Naglamerkið OPI gaf á dögunum út nýja línu af línum sem nefnist New Orleans. Borgin er þekkt fyrir litríka menningu, fallegt umhverfi og góðan mat, og náði merkið að endurspegla það í línunni. Ég prófaði litina „She’s a Bad Muffuletta!“ (bleikrauður) og „I’m Sooo Swamped!“ (grænn) og báðir eru æði.

$_35
Mynd: Pinterest
b2e879ec0d3f46ed0b46ded0cf7976c5
Mynd: Pinterest


Ég nota að vísu þann fyrri meira þar sem að ég er ekki nógu flippuð í græna litinn, en engu að síður er ótrúlega gaman að eiga hann ef maður verður í þannig skapi. En sá rauðbleiki er algjörlega minn tebolli og ég tek að ég sé búin að finna nýja vorlitinn minn!

OPI_New_Orleans_spring_2016_nail_polish_colors

Ég mæli með því að þið kíkið á línuna áður en hún klárast, en OPI vörurnar eru meðal annars seldar í verslunum Hagkaupa og helstu apótekum.

 

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is