Á dögunum ákvað ég að skella í smá myndband fyrir ykkur; messy krullur í miðsitt hárið.

Karín Rós var með nýþveigið hárið og setti ég Body Builder í rótina ásamt Damage Manager frá Kevin Murphy í endana áður en ég blés hárið þurrt.

Þar á eftir krullaði ég hárið á henni með HH Simonsen ROD VS1 járninu. Allt í sömu átt, frá andlitinu og lét mætast í miðjunni. Ég spreyjaði Anti Gravity frá Kevin Murphy yfir hárið áður enn ég krullaði.

Þegar hárið var allt orðið krullað og fínt hristi ég úr þvi og túberaði í rótina. Því næst greiddi ég aðeins yfir rótina, mótaði krullurnar í fínt form og spreyaði svo hárspreyi yfir.

Við skelltum á hana hatt í lokin og hún leit glæsilega út :)

 

Hár: Katrin Sif – Sprey hárstofa
Model: Karín Rós

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa