Færslan er ekki kostuð

Ég og Katrín Sif
Ég og Katrín Sif á Secret Solstice í sumar

Ég er ein af þeim sem fer mjög reglulega í klippingu/litun og líður frekar illa ef ég er ekki búin að fara lengi. Einnig er ég mjög vandlát á þá sem mega koma við hárið á mér og síðan 2011 hefur það nánast bara verið Katrín Sif á Sprey hárstofu í Mosfellsbæ, en hún hefur einnig orðið góð vinkona mín og samstarfskona yfir árin ásamt því að vera í dag bloggari á Pigment.is.

IMG_1915
Fyrir litun
12769583_10156680067690372_1363047364_n
Fyrir litun hjá Kötu

Mér finnst líka alltaf svo gaman að fara á Sprey í klippingu, en ég er farin að þekkja stelpurnar þar vel og þær eru bara svo yndislegar og hressar alltaf þegar maður kemur. Ég fer alltaf samstundis í gott skap við að koma þangað inn.

12784327_10156680067740372_99841185_n
Eftir litun

Í síðustu viku ákváðum ég og Kata að lýsa hárið mitt aðeins, en ég var búin að vera frekar lengi með það litað aðeins dekkra í rótina og ljósara í endana. Hún ákvað því að aflita hárið alveg og setja svo tóner yfir við vaskinn, til að ná gula litnum úr. Einnig fór hún aðeins yfir endana á hárinu sem voru orðnir smá úfnir. Ég er sjúklega ánægð með útkomuna! Þið getið séð upplýsingar um Sprey hárstofu og tímapantanir með því að smella hér.

Eftir litun
Eftir litun

Hairburst – Bjargaði hárinu mínu

Hairburst á Íslandi kostaði vítamínin sem ég tók 

Einnig langar mig að nýta tækifærið og segja ykkur frá Hairburst ferðalaginu mínu, en ég er svo ánægð með hvað hárið mitt náði að síkka á vítamíninu sl.mánuði! Ég byrjaði á því í haust eftir að ég lenti í „slysi“ með hárið mitt og ákvað að gerast hármódel þar sem að ég var lituð rauðhærð og klippt miklu styttra en ég hef verið vön undanfarið. Ég er mjög ánægð með að hafa farið á vítamínið og þakklát fyrir að hafa fengið hárið mitt til baka. Ætla svo að halda áfram að safna því núna. Hér sjáið þið myndir af ferlinu:

IMG_1967
Efri mynd til vinstri: Eftir tvær vikur á Hairburst, var þá búin að lita hárið einu sinni til að reyna að losna við rauða litinn. Hann hafði klippt slæmar styttur í hárið og það snerti varla axlirnar. Katrín gerði sitt besta að laga stytturnar svo.

Efri mynd til hægri: Eftir um einn og hálfan mánuð á Hairburst og aðra klippingu til að jafna hárið meira. Hárið hafði sprottið sem sést vel við að þarna var örugglega búið að klippa um einn sentímeter af því.

Neðri mynd til vinstri: Eftir þriggja mánaða kúr á Hairburst, einum mánuði eftir að ég hætti notkun. Þarna er búið að klippa hárið þrisvar síðan ég byrjaði, ásamt því að gera liði í það svo það var búið að vaxa heilan helling. Ég hef alltaf verið með mjög þykkt hár og þykktin loksins komin aftur.

Neðri mynd til hægri: Sátt með að vera búin að fá sídd og þykkt í hárið aftur! Katrín gerði líka kraftaverk með litinn eftir þennan rauða.

DSC_0130-1068x693

Þið getið lesið um og keypt Hairburst vítamínið hér hjá Alena.is. Einnig getið þið séð fyrri grein mína um Hairburst með því að smella hér.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is