Vörurnar sem ég tala um í færslunni fékk ég að gjöf 

Nú getum við tekið gleði okkar, en nýjungarnar eru farnar að streyma inn með vorinu frá snyrtivörumerkjunum.Það nýjasta frá Yves Saint Laurent er Touche Éclat Le Teint farðinn, en hann er ný og endurbætt formúla af fyrri Touche Éclat farðanum sem hefur verið með þeim vinsælli undanfarin misseri.

NMC1ZWZ_01_m

Farðinn inniheldur nýtt efnasamband sem vinnur gegn þreytumerkjum og gefur raka, og það besta við farðann finnst mér að hann skilur ekki eftir sig neina grímu á andlitinu. Hann er mjög léttur og veitir fallegan ljóma á húðina mína, en þekur samt vel og það er auðvelt að byggja hann upp.

DSC_0321

Þessi nýji farði inniheldur einnig SPF 22 sem er nauðsynlegt fyrir okkur þar sem að sólin getur verið sterkari á Íslandi en við gerum okkur grein fyrir. YSL hefur líka fært töfra gullpennans fræga í farðann, en hann vinnur gegn þreytumerkjum, inniheldur góð vítamín og sagt er að það sé 8 klukkustunda svefn í einum dropa.

YSL-Touche-Eclat-Foundation-Brush-Details

Með farðanum kemur dásamleg nýung, en það er sérhæfður farðabursti sem kallast Y BRUSH. Hárin á honum gera það að verkum að hann gefur fullkomna áferð, það er mjög auðvelt að nota hann og hann veitir húðinni létt nudd til að fríska hana enn meira upp. Það sem mér finnst líka æðislegt er að það er Y grafið í hárin á burstanum, sem gefur manni einnig tilfinningu fyrir skammtastærðinni sem maður á að setja í hann fyrir allt andlitið.

Það eru svo enn meiri gleðifréttir að það verður YSL kynning í Hagkaup Kringlu, Smáralind og Holtagörðum sem byrjar á morgun (fimmtudaginn 25.febrúar) og stendur til 2.mars. Það verður 20% afsláttur af öllum vörum frá YSL, ásamt því að glæsilegur kaupauki fylgir ef keyptar eru tvær eða fleiri vörur frá merkinu. Einnig verður kynntur nýr Black Opium ilmur og nýir Rouge Volupté Shine varalitir. Ég ætla að minnsta kosti að gera mér ferð!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Deila
Fyrri greinGleðilegt nýtt hár!
Næsta greinGærur