Við hjá Pigment.is höfum verið frekar slakar í skrifunum undanfarið, en þannig er lífið. Það gengur upp og niður og stundum hefur maður meira að gera en aðra daga. Við lofum að bæta ykkur það upp með frábæru efni á næstunni! Enda er margt skemmtilegt á döfinni og margar nýjar vörur að líta dagsins ljós í hillum verslana.

Það sem ég ákvað að byrja á var að gera samantekt um ilmvötnin sem koma sterk inn með vorinu. Bæði eru þetta ilmir sem hafa verið klassískir undanfarin ár, ásamt nýjum ilmum sem eru að koma í verslanir.

Daisy Blush – Marc Jacobs 

blush

Einn af nýjustu ilmunum úr smiðju meistara Marc Jacobs sem er væntanlegur í verslanir. Ferskur en mildur blómailmur sem er frábær fyrir vorið.

Hverjum hentar lyktin? Týpum sem eru léttar, með mikla útgeislun og taka lífinu ekki of alvarlega.

CK2 – Calvin Klein
calvin-klein-ck2

CK2 er „unisex“ ilmur sem hentar þar af leiðandi báðum kynjum, en fyrst gaf Calvin Klein út CK One árið 1994. Ilmurinn er ferskur án þess að vera yfirgnæfandi. Hann er ætlaður fyrir „Minnellials“ kynslóðina með það í huga að hugmyndin um „stráka- og stelpuilmi“ sé að verða úrelt. Hönnunin er bæði minimalísk og tímalaus, en ilmurinn kemur í þykkri einfaldri glerflösku.

Hverjum hentar lyktin? Sem flestum, óháð kyni og persónuleika!

Flowerbomb – Viktor Rolf

flowerbomb

Þessi hefur verið á markaðnum í nokkur ár og mjög vinsæll þar að auki. Þessi er einn af mínum uppáhalds og ég er eiginlega orðin háð honum í dag. Hann einkennist af miklum blómailm en er á sama tíma í ótrúlega góðu jafnvægi og örlítið kryddaður.

Hverjum hentar lyktin? Frjálsum, sterkum og ákveðnum týpum með stóran persónuleika.

Decadence – Marc Jacobs 

s1739762-main-hero-300

Einn af þeim nýjustu frá Marc Jacobs. Ein sú fallegasta pakkning sem ég hef augum litið, en hún lítur út eins og falleg taska með gullkeðju. Draumur minn og sennilega margra vinkvenna minna. Lyktin er dásamleg og lýsir algjörum lúxus; krydduð með örlitlum viðarkeim.

Hverjum hentar lyktin? Fagurkerum sem finnst gaman að koma að óvart.

La Vita Est Belle – Lancome 

lancome_la_vie_est_belle_fragrance_25c96d9b68

Ilmurinn frá Lancome sem sigraði heiminn. Nafn ilmsins þýðir einfaldlega „Life is beautiful“ og lyktin er tákn kvenleika og hamingju. Hann er sterkur en án þess að vera of yfirgnæfandi.

Hverjum hentar lyktin? Kvenlegum týpum sem njóta þess að hafa sig til.

Noir Tease – Victoria’s Secret 

nd.9730

Þessi varð að vera með, en hann fæst einungis erlendis og í Fríhöfninni Leifsstöð. Þessi ilmur frá Victoria’s Secret er frekar kryddaður með smá viðarkeim, en þó ferskur. Hann kemur með fallegri pumpu þannig að það er sérstaklega gaman að sprauta honum á sig.

Hverjum hentar lyktin? Dularfullum týpum sem eru á sama tíma skemmtilegar og kynþokkafullar.

Sí – Giorgio Armani 

s1610864-main-hero-300

 

Trylltur ilmur frá Giorgio Armani. Djúpur berjailmur sem inniheldur einnig blóma- og viðarkeim og er einstaklega kvenlegur.

Hverjum hentar lyktin? Kvenlegum, virðulegum og óhefðbundnum týpum.

Viva La Juicy Rosé – Juicy Couture
s1774272-main-hero-300

Nýr ilmur frá Juicy Couture sem er svipaður og forverar hans nema örlítið sítruskenndari og ferskari. Inniheldur einnig smá rósailm sem gefur honum skemmtilegt yfirbragð. Ávaxtakeimurinn er enn til staðar sem hefur gert ilmvötnin frá merkinu svo vinsæl.

Hverjum hentar lyktin? Sjarmerandi, óhræddu og opnu týpunni.

 Daisy Dream Blush – Marc Jacobs 

s1790211-main-hero-300

Önnur lykt úr Blush línu Marc Jacobs sem er að koma út í vor. Ilmirnir úr línunni eru alls þrír, en þessi er án efa minn uppáhalds af þeim öllum. Einstaklega fersk en mild lykt með rósakeim sem manni líður vel með á sér. Væntanlegur í verslanir.

Hverjum hentar lyktin? Týpunni sem vill lúxus en er á sama tíma frjáls og lífleg.

BonBon – Viktor Rolf 

viktor-rolf-bonbon

Annar flottur ilmur frá Viktor Rolf sem hentar mögulega við fínni tilefni og örlítið villtari týpum en Flowerbomb. Þegar ég fann lyktina fyrst hugsaði ég strax um bestu vinkonu mína, en lyktin er krydduð, blómakennd en á sama tíma með mildum ávaxtakeim.

Hverjum hentar lyktin? Glaðlyndu, ákveðnu týpunni sem er jarðbundin, veraldarvön og elskar að ferðast.

 

Þessi færsla er ekki kostuð 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is