Eitt af nýjustu merkjunum í lífrænni húðumhirðu er merkið BEING. Mér til mikillar gleði kom merkið nýverið til landsins, en það samanstendur af húðvörum sem eru handgerðar úr innihaldsefnum sem finnast í Miðjarðarhafinu. Hugmyndafræðin á bakvið vörurnar vaknaði þegar stofnanda þeirra fannst vanta merki sem einbeitti sér að því að fólk hugsaði um líkama, hug og sál. Vörurnar eru lífrænar, vegan og „cruelty free“ þannig að ég var mjög spennt að prófa þær með góðri samvisku.

Pura_Terra_Complexion_clay_mask_lavender_french_green_clay_1024x1024

Í BEING er meðal annars að finna baðsölt, varasalva, dásamlega maska, andlitsvötn, húðolíu, mjólkurbað og fleira. Í uppáhaldi hjá mér voru strax maskarnir og baðsöltin, en þau eru svo einkennandi fyrir góða dekurstund heima fyrir.

Leirmaskinn 

Vöruna fékk ég sem sýnishorn
Vöruna fékk ég sem sýnishorn

Ég prófaði fyrst maskann Sana Terra en allir maskarnir innihalda næringarmikinn leir og hjálpa til við að endurnýja húðina, hver á sinn hátt. Leirmaskarnir koma í duftformi, en maður blandar saman um einni lítilli teskeið af leir á móti hálfri teskeið af vatni í ílát. Þar á eftir hrærir maður formúlunni saman og ber í þunnu lagi á andlitið. Þegar maskinn hefur þornað, eftir um 10 mínútur, fjarlægir maður hann með vatni og þvottapoka. Sana Terra maskinn inniheldur bláleir og góðar olíur, en hann fjarlægir dauðar húðfrumur og afeitrar húðina á meðan hann skilur hana eftir silkimjúka og tandurhreina. Húðin fer strax í gott jafnvægi og verður heilbrigðari útlits. Eftir að hafa notað maskann fann ég strax hvað hún hreinni en vanalega án þess að virka þurr eins og hún gerir stundum eftir leirmaska.

Baðsaltið 

Drift_Salt_Bath_black_lava_salt_1024x1024
Vöruna fékk ég sem sýnishorn

Ég elska góð saltböð eða freyðiböð og þetta baðsalt, Drift, er með þeim skemmtilegri sem ég hef prófað, en fyrir mér verða baðsölt að vera með ferska og góða, svokallaða „spa“ lykt og hjálpa til við að næra húðina. Þú lætur einfaldlega renna í heitt bað og stráir svo baðsaltinu yfir. Um leið og maður leggst í baðið slakar maður samstundis meira á þar sem að lyktin er ótrúlega róandi og endurnærandi. Umbúðirnar eru líka einstaklega fallegar og passa vel á baðkarshorninu.

Varasalvinn 

Seed_lip_service_lip_balm_carrot_mandarin_ritual_shot_1024x1024

Varasalvinn sem ég fékk mér úr merkinu heitir SEED. Hann er stútfullur af næringaríkum efnum á borð við shea butter, avocado olíu, E vítamín og hemp olíu. Ég er ein af þeim sem fær þurrar varir og verð sérstaklega slæm á veturnar. Þessi varasalvi er búin að vera algjör bjargvættur undanfarið, en mér finnst einnig mjög gott að hann er ekki mjög feitur en gerir varirnar samt silkimjúkar.

Ég mæli með því að þið smellið hér til þess að lesa ykkur frekar til um innihaldsefni varanna, en eins og áður sagði eru þær 100% lífrænar og vegan. Vörurnar fást allar á vefverslun Alena.is og þið getið einnig fengið upplýsingar um vöruúrval þar. Facebook síðu Alena.is má finna hér.

Treat_Milk_Bath_thymes_tea_tree_oatmeal_1024x1024

 

Færslan er ekki kostuð 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is