Nú hefur verið kókosolíu æði og virðast allir vera setja kókosoliu í hárið á sér.
Er kókosolia góð fyrir hárið á þér? Hvað gerir hún?

coconut-oil

Inniheldur mikla fitu

Kókosolía er olía með sem inniheldur mjög mikinn raka og fitu. Þegar hún er sett í hárið verður það mjög mjúkt og fær mikla fitu á sig, sem hentar vel fyrir gróft og þykkt hár. Hinsvegar þá er kókosolían ekki að fara inní hárið sem þýðir það að rakinn og fitan leggst utan á það. Hún gefur hárinu glans og raka en hún er ekki að laga eða byggja upp hárið eins og djúpnæringar gera.
Þetta virkar fyrir suma, gott er að nota þá smá og bara í endana. Flestir enda með fitugt hár, kókosolian liggur utan á hárinu svo það er oft erfitt að skola fituna almennilega í burtu.

Prótein- gott eða slæmt? 

Kókosolían inniheldur einnig efni sem heldur próteininu í hárinu þinu. Ef hárið inniheldur nægt magn próteina fyrir, þá getur kókosolian gert það þurrara þar sem hárið má bara fá ákveðið mikið magn  af próteini í sig. Ef það er of mikið prótein í hárinu þá bortnar það niður og getur slitnað. Þetta þarf að hafa í huga einnig þegar þú ákveður að fara í dekur með hárið þitt.

Bara í endana – ekki í rótina

Margir nota kókosolíu í rótina til þess að gefa hársverðinum raka og forðast flösuna.
Ég myndi mæla með að nota rakagefandi næringu og nudda hársvörðin nokkrum sinnum i viku þar sem það kemur blóðflæðinu af stað. Kókosolían gæti slíflað hársekkina þar sem hún harðnar í kulda. Ef vandamálið með flösuna er verra þá er best að kikja til læknis.

Niðurstaðan mín er sú að ef þér vantar glans og raka er kókosolian góð sem tímabundin redding. Ég mæli þó frekar með að fá djúpnæringu sem fer inní hárvefinn og gefur hárinu þá langtíma raka og uppbyggingu.
Hinsvegar mæli ég með að innbyrða 1 teskeið á dag af kókoslíu. Þegar þú tekur hana inn fer góð olía og fita inni í likaman sem kemur svo í fram í húði og hári. Hún verndar magan og ræðst á slæmar bakteríur svo eitthvað sé nefnt.

kostir kókosolíunar
kostir kókosolíunar

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa