Nú ættu margar stelpur að fagna því það er komið mjög töff hártrend í gang: Glimmer í hárið.

pixie-lott-gold-hair-ntas
Það er mjög auðvelt að gera þetta og er um að gera að skella smá glimmer í hárið fyrir næsta partý.

Glitter 1

Þú einfaldlega setur gel, helst stíft gel í skál og velur þér skemmtilegan lit á glimmeri sem þú hrærir út í. Það er líka hægt að skellir mörgum litum saman.
Notaðu svo pensil eða puttana til þess að maka glimmerinu í rotina.
Smá hárlakk yfirr og voilá! Glimmerrótin er tilbúin!

Hér er hægt að sjá myndband af þessari aðferð.

tumblr_nt7ar2Yx3I1rw2txlo1_500

Einnig er skemmtilegt að bæta litum í hárið með því að nota hárkrítar. Kevin Muprhy er t.d með mjög góðar krítar sem nást úr með einum þvotti, en þær er hægt að fá í bleiku, ferskju, hvítu eða fjólubláu. Svo er líka hægt að nota augnskugga!
Kevin_Murphy_Color_Bug_Giveaway
Ég hugsaði mér að þetta væri fullkomið look fyrir Secret Solstice tónlistarhátíðina í sumar. Það væri þá snilld að fara alla leið og verið með glimmer augabrúnir lika. Smelltu hér til þess að sjá myndband :)

449b8bf9_edit_img_facebook_post_image_file_39056540_1447966800nBAomD.fbshare

1447711916_IMG_0289

 

 

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa