Forever Youth Liberatior húðlínan frá Yves Saint Laurent hefur farið sigurför um heiminn undanfarin ár og ekki af ástæðulausu. Línan er byltingarkennd að því leyti að hún inniheldur efnið GLYCANACTIF sem er samsett efnasamband úr þremur glýkógenum og hefur áhrif á þrjá þætti í húðinni. Línan vinnur á yfirborði húðarinnar þar sem að hún eykur þykkt yfirhúðar og gefur henni ljóma og ferskleika. Þar að auki vinnur hún á milli húðlaga við örvun efna sem minnka hrukkur og gefa húðinni lyftingu. Síðast en ekki síst vinnur línan á leðurhúð þar sem hún fær mikla fyllingu og þéttingu. Það sem er líka svo sérstakt er að vörurnar eru þeim eiginleikum gæddar að þær aðlaga sig hverri húðgerð; þær vinna á því sem þarf hverju sinni.

YSL_Forever_Youth_Liberator

Línan inniheldur andlitskrem fyrir venjulega og þurra húð, næturkrem, augnkrem, augnserum, hreinsifroðu og andlitsvatn, maska, serum og meðferðarkrem. Einnig er kominn farði inn í línuna, en hann inniheldur serum sem hjálpar til við að næra og þétta húðina. Mælt er með vörunum fyrir allan aldur eftir um 25 ára.

Ég ætla að segja ykkur frá nokkrum vörum í línunni, meðal annars þeim sem ég prófaði sjálf.

Nutri Creme andlitskrem

Yves_Saint_Laurent_Forever_Youth_Liberator_Nutri_Creme_50ml_1374763965
*

Andlitskremið kemur bæði fyrir venjulega/blandaða og þurra húð. Það vinnur á línum, eykur teygjanleika, styrkir húðina og gefur ljóma. Það hentar líka viðkvæmri húð og veitir fullkominn raka, sem mér finnst það mikilvægasta í góðu kremi. Kremið fyrir þurru húðina er gott að nota til dæmis yfir vetrartímann fyrir aukinn raka. Það sem mér finnst líka frábært við kremið er að það er ekki sterk lykt af því og það ertir húðina ekkert og fer mildum höndum um húðina.

Næturkrem 

YSL

Þetta er krem er strax komið á óskalistann, en það styrkir húðina, eykur teygjanleika, dregur úr línum og veitir ljóma. Það inniheldur einnig Seminose sem er þekkt fyrir að endurnýja húðina á einstakan hátt, ásamt Ruscus Extract sem dregur úr bæði roða og bólgum. Kremið kemur í veg fyrir þrota og gerir húðina ferskari yfir nóttina.

Augnkrem 

Yves_Saint_Laurent_Forever_Youth_Liberator_Eye_Cream_15ml_1395255495
*

Eitt af bestu augnkremum sem ég hef prófað. Veitir æðislegan raka ásamt því að draga úr þrota, línum og baugum. Veitir húðinni mikla fyllingu og aukinn þéttleika, án þess að manni líði óþægilega á augnsvæðinu.

Maski 

Yves_Saint_Laurent_Forever_Youth_Liberator_Mask_75ml_1392294403_main
*

Þessi er sennilega á topp fimm listanum hjá mér yfir þá bestu sem ég hef prófað. Þeir sem þekkja mig vita að ég er maskafíkill og mér finnst ég þurfa að nota ólíka maska að minnsta kosti einu sinni til tvisvar í viku. Maskinn inniheldur auðvitað GLYCANACTIFsem örvar endurnýjun húðfruma djúpt í húðinni, ásamt því að innihalda tvöfalda slípunarvirkni. Eftir að hafa notað maskann fann ég að húðin var strax sléttari, mýkri, stinnari og með aukinn ljóma.

Serum

3365440053175_Forever-Youth-Liberator-Serum_01
*

Serumið úr línunni er sennilega af öðrum heimi, en það inniheldur ótrúlega virkni. Í því er 4x meiri GLYCANACTIF virkni en í kremunum, en það gerir það að verkum að endurnýjunarferlið eykst. Það virkjar yngingaferli húðar ásamt því að styrkja hana. Það sem kom mér mest að óvart er að mörg serum með mikilli virkni eiga það til að láta manni líða eins og það sé verið að „teygja“ á húðinni, en þetta er alls ekki þannig. Þvert á móti er það mjög þægilegt viðkomu og mjúkt í ásetningu.

Hreinsifroða og Essence-in-Lotion andlitsvatn 
19250381701-700

Virkilega mild en áhrifarík hreinsifroða sem gefur þægindi, mýkt og ljóma. Hreinsirinn byrjar sem krem en umbreytist í froðu með notkun. Hreinsar í burtu öll óhreindindi án þess að þurrka upp húðina. Andlitsvatnið er sérstaklega gert til þess að veita 24 klst raka ásamt því að auka virkni efnanna í línunni. Húðin verður strax mýkri, jafnari og vel nærð og er andlitsvatnið ótrúlega gott áður en serumið og kremið fer á húðina.

Farði 

*
*

Þessi farði inniheldur serum og er jafnframt sá fyrsti frá YSL sem vinnur á 6 einkennum öldrunar. Farðinn inniheldur sömu formúlu og hinar vörurnar í línunni. Hann er mjög mjúkur í ásetningu og hægt er að ráða því hvort hann er settur á í þynnra lagi eða byggður upp fyrir meiri þekju. Í honum er einnig E vítamín og sólarvörn sem gerir það að verkum að hann verndar húðina bæði fyrir birtu og umhverfisáhrifum. Þreytumerki verða mun minni og einnig er frábært að hægt er að setja farðann á augn-og varasvæði þar sem að hann vinnur sérstaklega á línum sem þar myndast. Hann veitir fallega áferð á húðinni ásamt því að þekja vel án þess að vera gervilegur.

 

 

*Greinahöfundur fékk nokkrar af ofangreindum vörum sendar sem sýnishorn, en þær eru stjörnumerktar

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is