Þá er nýtt ár gengið í garð og fólk farið að huga að því að hreinsa líkamann og þá húðina í leiðinni.

Hér koma nokkrar ábendingar um hvernig gott er að hreinsa húðina að innan sem utan eftir jólin og áramótin.

Vatn, vatn og aftur vatn 

glass-of-water

Það segir sig sjálft að vatnsdrykkja er nauðsynleg fyrir bæði líkama og sál. Vertu viss um að drekka að minnsta kosti eitt glas á hvern klukkutíma sem þú vakir.

Gott ráð: Kreistu ferskan sítrónusafa eða lime út í vatnið fyrir aukinn ferskleika og hreinsun.

Hreinsandi te 

Teatox-Skinny-Detox-14-Tage-Kur_181-001_0

Uppáhalds te-in mín eru án efa frá Teatox, en þau fást meðal annars hjá heimasíðu Heilsuræktar og í Snúrunni. Akkúrat núna er ég að drekka mikið af Skinny Teatox te-inu, ásamt Pure Beauty.

pure_beauty2

Bæði eru 100% náttúruleg og án allra aukaefna. Það fyrra hjálpar til að losa líkamann við eiturefni, hreinsa, brenna fitu og fá aukna orku. Það seinna er ótrúlega gott fyrir húðina og inniheldur jurtir sem eru sérhannaðar til að hreinsa og næra húðina.

Heitir pottar og gufuböð 

21

Eftir hátíðirnar er fátt eins gott og að skella sér í gufubað og dekur. Gufan hreinsar húðina og losar hana við eiturefni, ásamt því að hjálpa okkur að slaka á. Það er því um að gera að skella sér í gufuna í sundi eða kaupa sér tíma í t.d. Baðstofu Laugar Spa.

 

Skrúbbum húðina 

10104881

Hjálpum húðinni að endurnýja sig og losna við dauðar húðfrumur með góðum skrúbbum, til dæmis Top Secrets Natural Action Exfoliator, sem er kornalaus ensímskrúbbur frá Yves Saint Laurent.

Leirmaskinn er vinur okkar 

steinEY_large

Leirmaskar innihalda náttúruleg steinefni og eru einstaklega góðir til að djúphreinsa húðina og fjarlægja óhreinindi. Minn uppáhalds leirmaski þessa stundina er SteinEY frá Sóley Organics, en hann inniheldur jurtir og eldfjallaösku.

Gott ráð: Ekki láta leirmaskann bíða lengur á húðinni en í 10 mínútur, því þá getur hann þurrkað húðina of mikið.

Ekki gleyma rakanum 

MS-Overnight-Mask_b

Þó svo að við séum að losa húðina við óhreinindi, þá megum við ekki gleyma að gefa henni nægan raka. Það er sérstaklega nauðsynlegt í kuldanum sem herjar á okkur þessa dagana. Uppáhalds rakamaskarnir mínir eru svokallaðir „leave on“ rakamaskar sem hægt er að vera með á andlitinu yfir nótt. Í augnablikinu er ég að nota Moisture Surge Overnight Mask frá Clinique.

 

Þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is