Það að finna góðan eyeliner getur verið ansi langt og flókið verkefni. Persónulega er ég mest fyrir svartan eyeliner, en oft hentar til dæmis dökkbrúnn betur og það er ótrúlega gaman að setja smá lit í förðunina með lituðum eyeliner. Þeir þurfa að hafa nokkra góða kosti; vera auðveldir í ásetningu, með góðum lit og haldast vel á. Ég er með nokkra sem hafa verið í uppáhaldi hjá mér í gegnum árin og ætla að deila þeim með ykkur.

L’Oréal – Infallible Super Slim 

2254119

Þennan eyeliner hef ég átt reglulega, bæði í mínu veski og förðunarkittinu undanfarin ár. Mjög auðveldur í notkun og hægt að gera fallegan spíss með endanum á pennanum.

 

Bobbi Brown Long-Wear Gel Eyeliner 

bb_prod_E0KK_415x415_0

Einn sá besti gel-eyeliner sem ég hef prófað. Ég mæli með því að nota mjög fíngerðan bursta í þennan og geyma hann á hvolfi meðan lokið er ekki á, því annars getur hann þornað upp. Hann haggast ekki í augnförðuninni og gefur ótrúlega góðan lit. Eyeliner-inn er hægt að fá í fjölda lita, ég mæli með svörtum eða litnum Espresso (dökkbrúnn).

Gott ráð: Ef þú átt uppþornaðan gel eyeliner, mæli ég með því að nota olíu í burstann til að leysa hann upp! Hreinsiolía, kókosolía eða ólívuolía virka vel. 

Estée Lauder – Little Black Liner 
little black liner

Dásamlegur, tvöfaldur eyeliner penni sem hægt er að nota bæði mjóa endan í að gera fallegan spíss, og breiðari endan er tilvalið að nota meðfram augnhárunum. Helst mjög vel á og er ótrúlega skemmtileg vara.

MAC Fluidline Gel Eyeliner

mac_fluidline_eye-liner_gel_blitz_glitze

Þessi er alveg klassískur og hentar öllum sem fýla gel-eyelinera. Hann er mjúkur, auðveldur í meðhöndlun og helst á í gegnum súrt og sætt. Hægt er líka að nota hann inn í vatnslínuna og hann kemur í mörgum litum. Ég mæli með mjög fíngerðum eyeliner bursta í verkið.

Maybelline Master Precise Liquid Eyeliner 

master precise liquid liner

Ódýr en virkilega góður eyeliner penni sem mjög auðvelt er að vinna með, fyrir alla. Með mjög mjóum enda svo hægt er að vinna mikil nákvæmnisverk með honum.

Smashbox Jet Set Waterproof Eyeliner

smashbox-jet-set-waterproof-eye-liner-midnight-black

Eins og hinir gel-eyelinerarnir í greininni, mæli ég eindregið með því að geyma þennan á hvolfi meðan þið eruð að nota hann svo að hann þorni ekki upp. En þessi þolir allt; rigningu, tár og svita. Fullkominn fyrir þær uppteknu sem vilja ekki þurfa að viðhalda honum yfir daginn.

 

Færslan er ekki kostuð og hefur greinahöfundur keypt vörurnar sjálf. 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is