Þegar ég heyrði fyrst um The Coffee Scrub langaði mig strax til að prófa hann! Hann er nýjung í líkamsskrúbbum og fjarlægir dauðar húðfrumur, gefur ferska áferð ásamt miklum raka.

coffee1-613x409

Það sem mér finnst æðislegt við hann er að hann lyktar alveg eins og kaffi með keim af t.d. French Vanilla, eins og sá sem ég fékk mér, og er dásamlegur til að nota í morgunsturtunni og vekja sig. Eiginlega jafn góður og fyrsti kaffibollinn á morgnana.

Skrúbburinn er 100% lífrænn og fer ótrúlega vel með húðina ásamt því að gera hana fallegri og mýkri. Húðin mín varð til dæmis silkimjúk af honum og ég verð að vera heiðarleg með að hann er einn af bestu skrúbbum sem ég hef prófað.

frenchvanilla_product-image_1
Skrúbbinn fékk ég sem sýnishorn

Hægt er að nota The Coffee Scrub á tvenna vegu, annars vegar í sturtu og hinsvegar í baði. Maður skolar húðina einfaldlega fyrst og tekur svo tvær litlar handfyllir af skrúbbnum til að nota á allan líkamann. Ég kýs að setja skrúbbinn í skál fyrst til að ná honum betur upp úr. Þú nuddar í hringlaga hreyfingum yfir allan líkamann og sérstaklega vel yfir til dæmis olnboga og hné. Ef þú vilt geturðu látið skrúbbinn liggja á húðinni í 5-10 mínútur áður en þú skolar af.

Hægt er að kaupa The Coffee Scrub hér á Alena.is

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is