Jólin eru á leiðinni og erum við byrjuð eða að fara byrja jólainnkaupinn.
Mér finnst hárið oft gleymast í jólapakkann. Allir nota hárvörur og vilja fá smá lúxus í hárið en fólk er kannski ekki að leyfa sér það eða gleymir að það eru líka til fallegar gjafir fyrir hárið. Hér er með vörum sem ég mæli með og myndi vilja í jólapakkan fyrir hárið þitt.

Maski eða djúpnæring – Þetta er lúxusvara fyrir hárið en það fær raka, glans og uppbyggingu. Eins konar andlitsbað hársins.

SP Luxe Oil Mask: Maski sem inniheldur keratín sem er einstaklega gott fyrir hárið (hægt er að fá jólapakka á helstu hárgreiðslustofum þar sem maskin fylgir með sjampói og oliu, eða næringu úr sömu línu)
Hydrate My Hair: Þessi djúpnæring er frá Eleven og er með miklum raka, hárið er silki mjúkt eftir þessa meðferð. ( Einnig til i jólapökkum með shampooi og næringu)

keratin

Vax fyrir strákanaAllir nota vax og ekki amarlegt að fá eins og eina dollu í jólagjöf
HH simonsen Extreme: Heldur hárinu vel og er i kremformi – hentar körlum sem og konum með styttra hár.
Gritty Business frá Kevin Murphy: Vax sem hægt er að móta vel, ekki of stíft en heldur hárinu mjög vel – mitt uppáhalds.

GRITTY.BUSINESS hh-simonsen-blue-extreme-wax-100-ml

 

MótunarvörurFlestir nota einhvað í hárið eftir þvott. Krullukrem, oliur eða blástursvökva.
Milkshake Wipped cream: Leave in næring sem liktar eins og royal búðingur – ekki amarlegt. Þessi næring gefur hárinu þinu raka og prótein til þess að styrkja það.
Curl my hair frá Eleven: Brjálaðslega gott krullukrem sem gerir krullurnar mjúkar og heldur þeim saman. Þeir sem eru með krullur ættu að prófa þessa – mitt uppáhalds

keep_20my_20curl_20defining_20cream_20high_20resms_leave_in_whipped_cream_200ml

Burstar og hárskart
Wet brush eru þeir vinsælustu í burstafjölskyldunni, en þeir rífa minna í hárið og koma í skemmtilegum litum.
Hægt er að finna blómakransa og fallegar spennur á netinu, ekki mikið til hérna en íslenkir hönnuðir eru mikið með falleg hárbönd. Íslensk hönnun er einstök og allaf gaman að eiga slíka. Fæst til dæmis hér.

wbwetbrush

Keilujárn og sléttujárn Hérna erum við komin i stærri gjafir. Miklivægt er að eiga góðar vörur í að sletta og krulla svo að við rífum ekki hárið eða brennum það.

Amika keilujárnið er mesta snilldin! Þú færð 4 mismunandi stærðir af keilu og svo eitt járn sem lyftir rótinni. Auðvelt i notkun og hitnar fljótt. Þetta járn er t.d að kosta 18.900 á Sprey hárstofu sem er ekki mikið miðað við 5 keilur.

GHD og HH Simonsen sléttujárninn koma í jólapökkum. Falleg og fagleg járn. Það eru bæði til sléttujárn og keilur frá þessu merki.

GHDamikaGHDhh simon

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flestar hárgreiðlsustofur eru með jólapakka sem innihalda tvö til fjögur efni saman, sem eru mjög sniðugir. Fallegar gjafir sem allir geta notað.

 

kevinmurphy
Hægt er að senda á mig póst ef þú hefur spurningar um hárvörur hér.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa