Við sminkurnar hjá Pigment.is fórum um daginn í það skemmtilega verkefni að gera hátíðarfarðanir fyrir snyrtivörumerkin. Aldís Vala farðaði Bríeti frá Eskimo með vörum frá Yves Saint Laurent, en ljósmyndarinn Helga Birna Jónasdóttir tók myndirnar.

Aldís Vala notaðist við vörur úr jólalínu Yves Saint Laurent; Kiss and Love pallettuna fallegu ásamt blandi af nýjum og klassískum vörum frá merkinu.

3a939b19-a135-499b-b2e4-149ea1a09f4f

Húð 

Á húðina notaði Aldís kremið Top Secrets Instant Moisture Glow, sem er ótrúlegur primer sem les húðina eins og tölvu og veitir bæði raka og ljóma. Kremið er einnig hægt að nota eitt og sér eða yfir farða. Þar á eftir fór hún yfir andlit og háls með Top Secrets All-in-One BB kreminu fræga, sem jafnar húðlit, gefur ljóma og hylur létt. Hún vildi hafa áferð húðarinnar sem náttúrulegasta og því er BB kremið fullkomið fyrir þær sem vilja ekki of þungan farða. Svo er líka hægt að nota kremið undir aðrar gerðir farða. Þar á eftir fór Aldís undir augu, í kringum nef og fleira með Touche Éclat gullpennanum og endaði á léttu púðri og skyggði andlitið með sólarpúðri. Kinnalitinn úr Kiss and Love pallettunni notaði hún á miðjar kinnarnar fyrir smá lit.

BGC1X8F_mk
Couture Palette Kiss and Love Edition

Augu og augabrúnir 

Aldís notaði Couture Brow augnbrúnagelið á Bríeti, en það er með léttum lit sem fer fallega við hárin og heldur þeim fullkomlega. Svo skyggði hún augun með dekkri litunum úr Kiss and Love jólapallettunni, notaði millilitinn úr pallettunni á mitt augnlokið og þann ljósasta í augnkrók, fyrir neðan augabrúnir og ofan á kinnbein. Hún fór í efri og neðri augnháralínu (og inn á milli efri augnhára) með Couture Kajal kolablýantinum, sem er æðislegur í allar augnfarðanir og haggast ekki. Þar á eftir fór hún yfir línuna með dekksta litnum úr pallettunni til þess að mýkja hana örlítið upp. Svo setti hún Volume Effect Faux Cils maskarann á augnhárinn og fylgdi honum eftir með stökum gerviaugnhárum. Þessi maskari er æðislegur til þess að lengja, þykkja og aðskilja augnhárin á frábæran hátt.

51c81c40-3629-423c-a0ab-93f09b089adb

Varir 

Í þetta útlit notaði Aldís Vala ljósari varalitinn úr jólapallettunni á varirnar, en einnig er hægt að fá nokkra mjög fallega varaliti úr jólalínunni hjá merkinu.

Hér fyrir neðan er vörulistinn sem notaður var í förðunina.

Myndir: Helga Birna Jónasdóttir

Fyrirsæta: Bríet Ísis hjá Eskimo Models

Förðun/hár: Aldís Vala

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is