Ég fer reglulega á Pinterest og gleymi mér alveg þar inni við að skoða hár, tísku og fleira. Held að fleiri kannist við það að festast á þessari síðu.

hebabyheab

Ég var um daginn að skoða hárskraut þar sem jólin eru von bráðar að komaþ
Það er til svo mikið af fallegu hárskrauti sem hægt er að nota og það er um að gera að poppa hárgreiðlsuna upp með smá skrauti. Margir íslenskir hönnuðir hafa verið að hanna hárbönd og slaufur en það eru að vísu ekki margar búðir sem selja hárskraut þegar ég fór að spá í því.
hebabyheab11
Nýjasta íslenska hárskrauta hönnuninn er eftir hana Þórunni Hebu sem er búsett í Mosfellsbæ og er að hanna hárkeðjur, hálsmenn og líkamskeðjurkeðjur.
Mig langaði að forvitnast meira um hana svo ég tók smá viðtal við hana.
—–
HABE BY HEBA
Hver ertu og hvað kom til að þú fórst að hanna skartgripi og hárskraut?
Ég er Þórunn Heba og ég bjó til mína fyrstu hárkeðju þegar vinkona mín var að leita sér að þannig. Ég hugsaði með mér að þetta gæti ég léttilega gert. Ég hafði áður leikið mér að kaupa keðjur og búa til hálsmen en það var mjög frumstætt. Ég átti þess vegna afganga heima og skellti í nokkur stykki.
hebabyheab6
Hvenær byrjaðiru með merkið HABE BY HEBA?
Það er sirka eitt ár síðan ég byrjaði með merkið.
Ertu með heimasíðu og er hægt að panta þar?
Það er hægt að senda mér skilaboð á facebook like síðunni minni sem er HABE by HEBA
Vörurnar fást á like-síðunni og á Sprey í Mosfellsbæ.
—–
hebabyheba5
 
Þegar ég byrjaði að fást við svona hárkeðjur hafði ég aldrei prufað að setja svoleiðis á hausinn á mér. Og fyrst um sinn var ég sjálf jafnvel ekki endilega viss um að ég þyrði að ganga með þannig. Núna er það skemmtilegasta við outfitið að velja hvaða skraut ég ætti að vera með á hausnum. Manni líður eins og prinsessu þegar maður setur það upp!
hebabyheba4
Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa