Ég hef verið dugleg að kynna mér öll möguleg húsráð í húðumhirðu og ætla að fara yfir nokkur sem hafa nýst mér vel. Ég hef bæði sankað að mér ráðum af netinu og annarsstaðar, en hér koma þau sem hafa reynst mér best.

Gufubað á andlitið 

steam-bath-for-face-520x245

Það fyrsta er vel þekkt, en það er gufa. Sjóðið vatn í potti og setjið í skál, leyfið að rjúka aðeins úr því í smástund, setjið andlitið yfir og handklæði/viskustykki ofan á hausinn. Bíðið yfir skálinni í örfáar mínútur og leyfið húðinni að opna sig.
Skrúbbur

Það er hægt að gera margskonar skrúbba heima við en minn uppáhalds er búinn til eftirfarandi: 1-2 msk af ólívuolíu, 1 tsk af haframjöli og 1 tsk mulið Maldon sjávarsalt. Öllu blandað saman og nuddað á húðina. Passa að mylja sjávarsaltið vel ef það á að nota þetta á andlit vegna þess að það getur rispað húðina.Þetta djúphreinsar og fjarlægir dauðar húðfrumur.
Maski/djúphreinsir 

1-2 msk AB mjólk og 1-2 tsk lyftiduft, ekkert flóknara! Nuddað á húðina, leyft að liggja á henni í 2-3 mínútur og hreinsað af. Veit um fátt heimatilbúið sem fjarlægir óhreinindi jafn vel og húðin á manni verður mýkri en allt.

oatmeal
Eggjahvítur

Mjög gott á eldri húð, feita húð eða bara ef þú vilt smá skyndistrekkingu og þétta húðina. Þeytið smá eggjahvítur saman með gaffli, berið á húðina, látið þorna og bíðið í ca 15 mínútur.
Hrein jógúrt

Sama aðferð og með eggjahvíturnar, gott til að sefa húðina og veita henni smá raka.

Allt þetta eru aðferðir sem hafa reynst mér vel ef ég vil gera heimatilbúið dekur fyrir húðina mína. Þetta er mín persónulega reynsla. Þeir sem glíma við alvarlegri húðvandamál ættu þó alltaf að ráðfæra sig við snyrtifræðing/húðsjúkdómalækni áður en lagt er út í tilraunastarfsemi :)

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is