Þessum verð ég einfaldlega að segja ykkur frá. Mig hafði lengi langað til að prófa kolablýanta en aldrei látið verða af því og yfirleitt haldið mig við augnblýanta og fljótandi eyeliner-a þar til ég kynntist þessari snilldar uppfiningu. Þetta er fyrsta all-in-one varan fyrir augu sem gefur djúpa, dökka en kvenlega augnförðun. COLORES

Það sem kom mér mest að óvart var að kolablýanturinn einfaldlega haggast ekki, en hann endist í allt að 12 klukkustundir. Hvort sem ég nota hann í vatnslínu, undir augnskugga eða einan og sér sem eyeliner eða augnskugga, þá er þetta fullkomin vara fyrir allar gerðir förðunar.

Couture Kajal
Couture Kajal – Vöruna fékk ég sem sýnishorn 

Kolablýantrinn er samsettur úr náttúrulegri vatnsblöndu og kúlulaga púðurögnum sem er veitir kremaða áferð og er einstaklega auðvelt að vinna með. Svo ertir hann ekkert og hentar að ég held öllum, en ég hef notað hann mikið í farðanir bæði á sjálfa mig og aðra, þar á meðal konur með viðkvæm augu. Varan kemur í fjórum, djúpum litum svo að maður þarf ekkert endilega að takmarka sig við svarta litinn.

Mér finnst ótrúlega fallegt að nota vöruna Couture Kajal í smokey farðanir, en þá set ég hann í efri og neðri vatnslínu og við augnhár og dreifi úr honum. Svo set ég augnskugga yfir og blanda hann upp eftir augnlokinu og fæ ótrúlega fallega og djúpa augnförðun.

Rúsínan í pylsuendanum er svo að það þarf ekki að ydda hann! Heldur rúllar maður einfaldlega hliðunum létt fram og til baka til þess að skerpa oddinn, svo að það mætti segja að hann væri sjálfyddandi!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is