Um daginn eignaðist ég High Impact Extreme Volume maskarann frá Clinique. Hef áður átt vörur frá Clinique og þá helst kremin og maskarana frá þeim, en ég hef alltaf verið mjög ánægð með þær. Maskarnir þeirra endast vel mjög vel og standa alltaf undir væntingum.

DSC00272

High impact maskarinn er með gúmmíhárum sem eru gerð til að lengja og þykkja. Ég hef að vísu aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi maskara sem eru með gúmmíhár, en þessi kom mér virkilega að óvart. Það er mjög þægilegt að nota hann og hann gerir allt sem ég vil að góður maskari geri; lengir, þykkir og aðskilur.

DSC00262
Vöruna fékk ég sent sem sýnishorn

Frábær maskari sem ég er mjög hrifin af!¨

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.