Nýverið eignaðist ég augnbrúnablýant frá Estée Lauder sem kom mér skemmtielga að óvart. Staðreyndin er sú að síðan ég fékk hann hef ég varla notað annað í augabrúnirnar og  hann er kominn inn í mína daglegu förðunarrútínu.

double-wear-stay-in-place-brow-lift-duo_all-shades_cap-off_no-expiration

Blýanturinn heitir Double Wear Stay-In-Place Brow Lift Duo og er eins og tvöfaldur töfrasproti, sem fyllir áreynslulaust upp í augabrúnirnar þar sem þarf, ásamt því að á öðrum endanum er ljós, sanseraður litur sem maður notar undir brúnirnar fyrir augna lyftingu.

Blýantinn fékk ég sem sýnishorn
Blýantinn fékk ég sem sýnishorn

Liturinn sem ég nota daglega heitir Soft Brown, en ég byrja á því að greiða í gegnum augabrúnirnar. Því næst fylli ég upp í með brúna litnum þar sem þarf og greiði svo aftur í gegn. Eftir það, nota ég ljósa endann á blýantinum á augnbeinið og meðfram augabrúninni að neðanverðu.

Ég mæli svo með því að þið kíkið á þessa færslu sem ég skrifaði um daginn, en þar gef ég góð ráð varðandi augabrúnir. Augnbrúnablýanturinn kemur í fimm litum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is