Naglamerkið OPI hefur lengi verið leiðandi í framleiðslu naglalakka og annarra vara til umhirðu fyrir neglur, hendur og naglabönd.

starlight collection-500x500

Merkið gaf nýverið út jólalínu sína; Starlight, sem hefur reynst ótrúlega vinsæl og er algjör nauðsyn fyrir allra aðdáendur flottra naglalakka og OPI að næla sér í að minnsta kosti einn lit úr línunni.

DSC_0183
Naglalakkið fékk ég að gjöf

Starlight er sambland af jólalegum og frekar dimmum fallegum litum sem gefa nöglunum svo sannarlega fallegt hátíðarívaf. Eins og alltaf eru lökkin ofboðslega endingargóð, auðveld í ásetningu, þekja vel og þorna fljótt. Allt sem maður vill hafa í góðu naglalakki! Ég fékk að prófa litinn By the Light of the Moon, en hann er silfurlitaður með frekar stórum glimmerflögum í, sem er bæði skemmtilegt og hægt að nota til dæmis á djamminu og um áramót.

Ef þið hafið ekki enn gert það, þá mæli ég með að þið leggið ykkur leið í Hagkaup eða næsta apótek og náið ykkur í stykki úr línunni áður en hún klárast.

 

Mynd sem birtist í fyrri útgáfu færslunnar var af litum úr jólalínu OPI frá 2014. Þetta hefur verið lagfært og við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að hafa valdið :) 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is