Ef það er eitthvað sem margar íslenskar konur glíma við, þá er það þurr húð á veturnar. Ég er þar engin undantekning. Á sumrin er húðin á mér oftast frekar glansandi, en þó í góðu ástandi. Um leið og kólna fer aðeins í veðri á haustin, fer hún að þorna mikið upp og ekkert krem virðist vera nóg til þess að halda henni góðri.

Hér eru nokkrar vörur og krem sem hafa alveg bjargað mér undanfarið og ég get hiklaust mælt með þeim.

L’Oréal Nutri- Gold olíukremið

denni-hydratacni-krem-s-perlickami-oleje-nutri-gold-50-mlÉg ætlaði ekki að trúa eigin augum þegar ég prófaði þetta krem fyrst fyrir ári síðan. Það inniheldur blöndu af góðum olíum og hentar flestum húðgerðum, meira að segja feitri húð. Kremið nærir vel, gefur ótrúlegan raka og verndar húðina. Fyrir þær sem eru með extra þurra húð, mæli ég með olíunni í sömu línu, en hún er borin undir kremið. Fæst í apótekum og verslunum Hagkaup. 

Clinique 7 day scrub cream

2460Þó við séum með þurra húð, þá er samt mikilvægt að hreinsa hana vel og fjarlægja dauðar húðfrumur reglulega. Ég er mikill aðdáandi varanna frá Clinique, en þessi  skrúbbur er mildur og áhrifaríkur. Ég nota hann yfirleitt tvisvar í viku. Fæst í apótekum og verslunum Hagkaup. 

Biotherm Aquasorce SOS rakamaski

biotherm-aquasource-masque-sos-hydratantÞessi er ómissandi! Ég keypti mér hann fyrr í haust og nota hann 1-2x í viku. Maður hreinsar húðina vel og setur hann á. Bæði er hægt að bera hann á yfir serum og sofa með hann, en mér finnst best að vera með hann í 10-30 mínútur, þurrka svo yfir með rakri bómull og bera serum og krem á húðina. Fæst í apótekum og verslunum Hagkaup.

Origins frothy face wash andlitshreinsir

Origins-Checks-and-Balances-Frothy-Face-Wash1Aftur að hreinsuninni. Ég keypti mér þennan erlendis í sumar og hann hitti í mark! Ég hef vanalega notast við olíuhreinsa undanfarin ár sem ég elska, t.d. frá Bobbi Brown og L’Oréal, en mér finnst þessi hreinsa örlítið betur upp úr húðinni, án þess að þurrka hana. Það þarf heldur ekki mikið af honum í hvert skipti og því endist hann vel. Fæst í Sephora.

Chanel Hydra Beauty Micro Serum

S143180_XLARGE
Ég elska vörurnar frá Chanel og þessi er í uppáhaldi. Þetta er rakaserum sem er búið að þróa með svokallaðri micro-droplet tækni, sem gerir það að verkum að það hefur meiri virkni og smýgur neðar inn í húðina en hefðbundin rakaserum. Ég er ótrúlega hrifin af vörunni og hef notað hana mikið í haust. Fæst í apótekum og verslunum Hagkaup.

Ole Henriksen invigorating night gel

1636166Þessa vöru á ég alltaf til í skápnum hjá mér. Þetta næturgel endurnýjar húðfrumur með AHA ávaxtasýrum og gefur henni fallegt yfirbragð. Manni líður eins og maður vakni með nýja húð. Ég nota gelið einu sinni til tvisvar í viku. Mér skilst reyndar að ný og endurbætt vara sé komin á markaðinn í stað þessarar, sem ég ætla mér að eignast von bráðar! Fæst meðal annars í Hagkaup í Smáralind og Snyrtistofunni Punt á Ísafirði

L’Oréal Skin Perfection augnkrem

l_or_al-paris-skin-perfection-awakening-_-correcting-eye-cream-15mlEinn af þeim hlutum sem ekki má gleymast í húðrútínunni er augnsvæðið. Það er viðkvæmt og þornar líka upp. Þetta augnkrem nota ég kvölds og morgna, en það gefur mjög góðan raka og varnar öldrunareinkennum. Fæst í apótekum og verslunum Hagkaup.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is