Alla tíð hef ég reynt að hugsa sem best um hárið á mér. Það hefur gengið í gegnum margt; verið í öllum litum og öllum síddum. Ég passa upp á að vera dugleg að djúpnæra það, nota hágæða hárvörur, olíur og hef alltaf náð að halda því fallegu, þykku og mjúku.

Stundum leggur maður þó út í tilraunastarfsemi, sem var einmitt tilfellið í haust þegar ég ákvað að stökkva á að gerast hármódel. Fagmaðurinn sem sá um hárið á mér klippti það í mjög miklar og grófar styttur, sem ég er kannski ekki alveg vön og ég missti dálítið af síddinni sem ég var búin að ná.

Hairburst á Íslandi kostar vítamínin sem ég tek
Hairburst á Íslandi kostar vítamínin sem ég tek

Eftir að hafa heyrt marga og góða hluti um Hairburst vítamínin, ákvað ég að slá til og prófa. Ég fékk þriggja mánaða skammt, en ég tek tvær töflur á morgnana. Ég er einungis búin að taka vítamínið í viku og samt finn ég strax að hárið er sterkara, heilbrigðara og ég er nánast hætt að fara úr hárum eins og ég gerði! Svo finn ég að hárið hefur farið örlítið niður, en það sést betur þegar lengri tími er liðinn.

Reynslusögurnar sem ég hef heyrt eru hreint ótrúlegar, en ég hvet ykkur til þess að lesa ykkur til um þetta byltingarkennda vítamín á heimasíðu Hairburst og kíkja á Facebook síðuna þeirra ásamt Instagram aðganginum.

Result-New-for-site
Mánaðarnotkun. Mynd tekin af heimasíðu Hairburst.com

Enn sem komið er, er reynsla mín af Hairburst æðisleg og mun ég leyfa ykkur að fylgjast náið með ferlinu og hvernig vörurnar virka á mig.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is