Því að farða sig fylgir óumflýjanlega að þurfa að þrífa málninguna framan úr sér aftur. Eins sorglegt og það getur verið, sérstaklega eftir vel heppnað verk, þá er það nauðsynlegt til þess að húðin á okkur fái að anda á milli.

Ég tók saman þá fimm farðahreinsa sem ég hef mest notað hingað til, bæði fyrir augu og andlit.

Biotherm Biosource Balm-To-Oil Deep Cleanser & Makeup Remover

Biotherm Balm To Oil
Biotherm Balm To Oil

Þegar vinkona mín sagði mér frá þessum ætlaði ég varla að trúa eigin eyrum. Tekur allan farða fullkomlega af, fer ekkert til spillis og er eins og vaselín í krukkunni. Ég varð auðvitað að prófa og fór í Hagkaup á Tax Free daga og verslaði mér hann. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum og allt sem hún sagði mér um þennan frábæra hreinsi var satt.

MAC Gently Off Eye And Lip Makeup Remover

MAC Gently Off Eye and Lip
MAC Gently Off Eye and Lip

Ég hef átt þennan farðahreinsi reglulega í gegnum árin, enda er hann ótrúlega góður og hentar vel viðkvæmri húð. Hann tekur allt mjúklega í burtu og það skemmir ekki að það er mjög góð lykt af honum.

Estée Lauder Perfectly Clean Multi-Action Cleansing Gelée/Refiner

 

Estée Lauder Perfectly Clean
Estée Lauder Perfectly Clean

Hreinsigelið frá Estée Lauder er svo sannarlega algjör multi tasker. Hreinsar vel burt allar leifar af farða af húðinni (myndi samt fara mjög varlega í að nota það á augu), ásamt því að djúphreinsa og léttskrúbba húðina. Nær öllum óhreinindum ótrúlega vel upp úr húðinni og skilur hana eftir hreina og fína.

Sephora Waterproof Eye Makeup Remover

Sephora Waterproof Eye Makeup Remover
Sephora Waterproof Eye Makeup Remover

Ég eignaðist þennan úti á Spáni í sumar og hef notað hann mikið síðan. Hann tekur í burtu vatnsheldustu maskara og hreinsar fullkomlega allar leifar.

Bobbi Brown Soothing Cleansing Oil 

Bobbi Brown Soothing Cleansing Oil
Bobbi Brown Soothing Cleansing Oil

Ein uppáhalds hreinsiolían mín. Það þarf lítið af henni til að hreinsa burt ótrúlegt magn af farða og svo endist hún og endist. Það er léttur og góður ilmur af henni og hún er alveg laus við að erta húðina og skilar henni hreinni og silkimjúkri.

Clinique Take The Day Off Makeup Remover

Clinique Take The Day Off
Clinique Take The Day Off

Ótrúlega góður augnfarða- og varalitahreinsir sem nær öllu fullkomlega af en ertir ekkert. Hann er mjög mildur og lyktarlaus, sem er ótrúlega gott því að þá losnar maður alveg við hættuna á sviða í augunum. Án efa mjög öruggur kostur.

 

*Hvorki færslan né vörur í henni eru kostaðar

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is