Eins og flestar aðrar, þá elska ég góða maskara. Þeir maskarar sem ég nota verða að hafa nokkra kosti; vera mjúkir (þannig að hægt sé að bæta á þá), lengja og þykkja augnhárin án þess að klessa þau. Hér eru nokkrir klassískir og jafnframt mínir uppáhalds:

Clinique Lash Power Mascara

s1060730-main-hero

 

Ég tek reglulega ástfóstri við ákveðinn maskara og hef verið að nota þennan undanfarna mánuði. Hann gerir mikið úr augnhárunum og hægt er að bæta endalaust á hann. Það besta er þó að hann er 38°maskari sem þvæst af við volgt vatn, þannig að engin panda-augu í sundi lengur!

Esteé Lauder Little Black Primer

s1666692-main-zoom

Ég kynntist þessum um daginn, en mun fljótlega skrifa færslu um hann til að útskýra vöruna betur. Little Black Primer er hægt að nota á þrjá vegu; fyrir léttan lit á augnhárin, nota hann undir maskara til að gera meira úr augnhárunum og nota hann yfir maskara til þess að gera hann vatnsheldan og smitheldan. Æðisleg viðbót í snyrtibudduna.

Lancome – Hypnose

 beauty_lancome_hypnose_mascara

Ég kynntist þessum fyrir mörgum árum og kaupi hann reglulega. Hann bæði lengir og þykkir augnhárin og gerir sérstaklega mikið úr þeim. Hann er til í nokkrum öðrum útgáfum.

MAC Haute and Naughty 

download (1)
Ég elska vörur sem hægt er að nota á fleiri en einn máta, en þessi er einmitt frábær upp á það að gera. Hann er mjúkur, auðvelt að bæta við hann og gerir mikið úr augnhárunum. Fyrir meiri þykkt og fyllingu, opnar maður hann að neðanverðu, en ef leitast er eftir náttúrulegra útliti er hægt að opna einungis efri hlutannn, en þá fer ekki eins mikið af maskaranum í burstann.

Maybelline Volum’Express Collosal Mascara

961917_21055011420151230AM

Annar klassískur. Þessi lengir og þykkir ásamt því að vera með mjög girnilegum og meðfærilegum stórum bursta. Það eru nokkrar útgáfur til af Collossal maskaranum, hver annarri skemmtilegri!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is