Förðunarmeistarann Tom Pecheux þarf varla að kynna fyrir mörgum, en hann hefur haslað sér völl sem einn sá stærsti í tískubransanum.

Mynd: The Notice
Mynd: The Notice

Hann byrjaði að vísu sem bakarameistari og færði sig þaðan yfir í förðunina, se*+m verður að teljast frekar óvenjulegt, einnig hefur hann unnið sem listrænn stjórnandi fyrir Esteé Lauder.

Listin sem Pechoux skapar er ótrúleg, og við renndum yfir nokkrar farðanir eftir hann á tískuvikunum í haust.

Vionnet SS16 Dökkur og mikill, óreglulegur eyeliner var allsráðandi hjá Vionnet, en þetta trend er hægt að færa yfir í daglega notkun með því að nota gel-eyeliner. Láttu spíssinn í endann á línunni enda beinna út við augað en upp á við, þannig skapar það örlítið töffaralegra útlit. Chanel SS16   

Farðanirnar frá Chanel eru oft frekar ýktar, en í þetta skiptið var ein þeirra þannig að fyrirsæturnar voru með bláa „grímu“ yfir augunum. Við gerum ekki ráð fyrir að lesendur vilji kannski endurskapa þetta á sjálfum sér daglega, en hægt er að nýta bláa litinn vel, til dæmis setja blýant í neðri vatnslínuna.

Balmain SS16

Þetta voru uppáhalds farðanirnar mínar hjá Tom! Gyllt, ljómandi húð, léttur gylltur litur á augunum og látlausar varir. Það er hæglega hægt að leika þetta eftir með flottum highlighter og kremskugga.

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is