Alla tíð hef ég verið mikill kaffidrykkjumanneskja, en undanfarin ár hef ég vanið mig meira á að drekka te. Á kvöldin fæ ég mér oftast róandi te fyrir svefninn, sem og grænt te á morgnana og í kringum ræktina. 

DSC_0083
Tepakkann á myndinni fékk ég sendan að gjöf

Nýlega kynntist ég vörunum frá Teatox, sem eru gerðar eru úr aðeins 100% náttúrulegum og lífrænum jurtum. Tejurtirnar eru frekar stórar og líta út eins og blóm í tekatlinum, eða dásamlegu flöskunni sem einnig er hægt að kaupa.

Umbúðirnar eru einnig mjög fallegar, sem skemmir alls ekki fyrir þar sem að ég er ein af þeim sem vil hafa allt stílhreint og flott heima hjá mér- meira að segja teumbúðir!

45465ea35abf2e_720x600

Te-ið sem ég ákvað að prófa heitir Pure Beauty, en það inniheldur jurtir sem eru sérstaklega gerðar til að hreinsa, vernda og næra húðina. Sjálf finn ég mikinn mun á húðinni á mér eftir að ég fór að drekka það, en hún virðist hreinni og mýkri. Enda fer ástand húðarinnar óneitanlega mikið eftir því hvað við setjum inn fyrir varirnar og hvað við drekkum. Pure Beauty teið er líka sérstaklega gott á bragðið, sem er auðvitað gífurlega mikilvægt!

thermo-go-box-print_360_360_2

Einnig er hægt að drekka te-ið bæði heitt og kalt, sem hentar konum eins og mér sem eru á sífelldum þeytingi og hafa lítinn tíma til þess að setjast niður. Svo er einnig hægt að taka flöskuna með sér á ferðina og bæta heitu vatni í hana yfir daginn.

Teatox vörurnar fást á vefsíðu Heilsuræktar, í Heilsuhúsinu og verslunum Hagkaupa.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is